Gleymdist lykilorðið ?

Lísa í Undralandi

Alice in Wonderland, 2010

Frumsýnd: 5.3.2010
Dreifingaraðili: SAMfilm
Tegund: Ævintýri
Lengd: 1h 30 min
Aldurstakmark: Ómetið
|

Alice in Wonderland er framhald af upprunalegri sögu Lewis Carroll. Í myndinni er Alice Kingsley (Mia Wasikowska) orðin 19 ára gömul. Hún fer í veislu til vel efnaðs manns í setri hans, og kemst að því að hann ætlar að biðja um hönd hennar. Hún flýr, eltir hvíta kanínu niður holu og endar í Undralandi, sem er staður sem hún hafði heimsótt mörgum árum fyrr, þó hún muni ekki eftir því. Hvíta Kanínan segist hafa farið til að sækja Alice því hún sé sú eina sem geti banað Jabberwock skrímslinu, sem verndar ríki Rauðu Drottningarinnar (Helena Bonham Carter). Alice hefur ekki hugmynd um hví hún sé þarna komin, og er ringluð yfir þeirri staðreynd að hún eigi að hafa komið þar áður. Hún leggur upp í ævintýri, þar sem hún býst við að allt geti gerst, og reynir að komast að því hver hún er í raun og veru ásamt því að bjarga Undralandi frá ógnarstjórn Rauðu Drottningarinnar með aðstoð vina hennar. Með önnur hlutverk fara Johnny Depp, Anne Hathaway, Stephen Fry og Alan Rickman.

Leikstjóri: Tim Burton