Gleymdist lykilorðið ?

The Fighter

Frumsýnd: 22.2.2011
Dreifingaraðili: Max Dreifing
Tegund: Hasar
Lengd: 1h 30 min
Aldurstakmark: Bönnuð innan 14 ára
|

The Fighter er sannsöguleg kvikmynd með stórleikurunum Mark Wahlberg og Christian Bale í aðalhlutverkum og segir frá hinum fræga boxara Micky Ward. Micky var alltaf kallaður "Sá írski" og náði því að verða heimsmeistari í veltivigt. Myndin segir frá ævintýralegri leið hans að titlinum og samskiptum hans við hálfbróður sinn, Dicky sem lenti ungur á glæpabrautinni og í dópneyslu og endaði að lokum í fangelsi. Dicky reyndist honum þó mikil stoð og stytta og er það honum að þakka að Micky náði á endanum að landa titlinum eftirsótta. Þessi frábær verðlaunamynd er tilnefnd til 7 Óskarsverðlauna m.a. sem besta mynd ársins. Vert er að vekja athygli á frábærri frammistöðu Amy Adams sem fer á kostum í hlutverki kærustu Mickys og Melissu Leo sem er stórkostleg í hlutverki mömmu bræðranna auk Christian Bale sem sýnir leik ársins í hlutverki Dicky en þau eru öll tilnefnd til Óskarsverðlauna. Mynd sem þið viljið alls ekki missa af!

Leikstjóri: David.O Russell