Gleymdist lykilorðið ?

2 Guns

Frumsýnd: 14.8.2013
Dreifingaraðili: Max Dreifing
Tegund: Hasar, Spenna
Lengd: 1h 49 min
Aldurstakmark: Bönnuð innan 14 ára
|

2 Guns er nýjasta Hollywood-mynd Baltasars Kormáks og það eru stjórstjörnurnar Denzel Washington og Mark Wahlberg (sem vinnur hér með Baltasari í annað sinn) sem fara fyrir úrvalsliði leikara. Fíkniefnalögreglumaðurinn Bobby Trench (Washington) og leyniþjónustumaður á vegum hersins, Marcus Stigman, (Wahlberg) hafa verið spyrtir saman síðustu tólf mánuðina, en eru engir sérstakir aðdáendur hvor annars. Þeir hafa verið í dulargervi í innsta hring fíkniefnaglæpasamtaka, hvorugur veit að hinn er lögga og þeir vantreysta hvor öðrum jafnmikið og glæpamönnunum sem þeir eiga að handsama.

Þegar hættuleg aðgerð misheppnast illilega afneita yfirvöld þeim báðum og eina leiðin fyrir þá til að lifa af, endurheimta orðspor sitt og fella glæpaforingjana sem leiddu þá í gildru, er að snúa bökum saman og nýta sér það sem þeir hafa lært af gangsterunum sjálfum.

Tæplega þrjátíu þúsund Íslendingar sáu síðustu Hollywood-kvikmynd Baltasars, Contraband, í bíó og þess má að auki geta að flestar myndir Baltasars eru meðal vinsælustu kvikmynda allra tíma á Íslandi og má þar nefna Mýrina, Hafið og Djúpið