Gleymdist lykilorðið ?

Afinn

Frumsýnd: 26.9.2014
Dreifingaraðili: SAMfilm
Tegund: Gaman, Drama
Lengd: 1h 46 min
Aldurstakmark: Leyfð
|

Kvikmyndin AFINN er hjartnæm gaman-drama mynd, leikstýrð af Bjarna Hauki Þórssyni með Sigurði Sigurjónssyni í aðalhlutverki. Myndin er byggð á hinu geysivinsæla og samnefnda leikriti sem sýnt var í Borgarleikhúsinu.

Kvikmyndin segir frá Guðjóni sem lifað hefur öruggu lífi. Allt í einu blasir eftirlaunaaldurinn við honum á sama tíma og að erfiðleikar koma upp í hjónabandinu og við skipulagningu á brúðkaupi dóttur sinnar. Í örvæntingu sinni í leit að lífsfyllingu og tilgangi liggur leið hans meðal annars til Spánar, í heimspekideild Háskóla Ísland og á Landspítalann. Dramatísk en jafnframt mjög fyndin saga um mann á miklum tímamótum sem reynir að komast að tilgangi lífsins. Þetta er mynd sem á við okkur öll.

Það er smá afi í okkur öllum.

FRÓÐLEIKSMOLAR:

Bjarni Haukur Þórsson, höfundur og leikstjóri Afans útskrifaðist frá The American Academy of Dramatic Arts í New York árið 1995 og lék með The Willow Cabin Theater Group á Off Broadway í um ár eftir útskrift, ásamt því að leika í og framleiða sýninguna Standing On My Knees í Westbeth Theater í New York. Við heimkomu leikstýrði hann Master Class eftir Terrence McNally í Íslensku óperunni. Ári síðar leikstýrði Bjarni Trainspotting með Ingvari E. Sigurðssyni í aðalhlutverki í Loftkastalanum. Árið 1998 lék Bjarni síðan hlutverk Hellisbúans í Íslensku óperunni og gekk sú sýning fyrir fullu húsi í um þrjú ár. Árið 2007 frumsýndi Bjarni svo hinn geysivinsæla einleik Pabbinn sem sýndur var í um tvö ár hérlendis og var víða settur upp á svið erlendis. Bjarni hefur þess utan leikstýrt fjölda annarra leikverka á Íslandi sem og erlendis og sem framleiðandi hefur hann staðið að uppsetningu yfir fjörutíu sýninga í sjö löndum. Einnig hefur Bjarni skrifað og leikstýrt fyrir sjónvarpsstöðvar á Íslandi, Noregi og Svíþjóð.