Gleymdist lykilorðið ?

The Butler

Frumsýnd: 20.9.2013
Dreifingaraðili: SAMfilm
Tegund: Drama
Lengd: 2h 12 min
Aldurstakmark: Bönnuð innan 14 ára
|

Eugene Allen réð sig árið 1952 sem vikapilt í Hvíta húsinu þar sem hann átti eftir að starfa í 34 ár og vinna sig upp í að verða yfirþjónn margra forseta Bandaríkjanna.

The Butler er gerð af leikstjóranum Lee Daniels (Precious), en handritið, sem er eftir Mark Strong, er að hluta til byggt á ævi Eugene Allens (1919-2010) sem kom til starfa í Hvíta húsinu árið 1952 í forsetatíð Harrys S. Truman og starfaði þar allt til ársins 1986 þegar hann fór á eftirlaun, 67 ára gamall.

Í myndinni er saga Eugenes sögð allt frá því að hann var ungur drengur og mátti ásamt fjölskyldu sinni sæta gegndarlausum fordómum og útskúfun eins og svo margir aðrir blökkumenn á þessum tíma. En Eugene var ákveðinn í að skapa sér sinn eigin sess á meðal manna, dyggilega studdur af móður sinni og föður.

Í gegnum árin í Hvíta húsinu öðlaðist Eugene bæði virðingu og frama og um leið myndaði hann órofa trúnaðartraust á milli sín, forsetanna sem hann starfaði fyrir og samstarfsfólks.

• Fjölmargir þekktir leikarar fara með aukahlutverk í The Butler og má þar nefna þau James Marsden í hlutverki Johns F. Kennedy, Liev Schreiber sem leikur Lyndon B. Johnson, Robin Williams sem Dwight D. Eisenhower, John Cusack sem Richard M. Nixon, Alan Rickman sem Ronald Reagan, Jane Fonda sem Nancy Reagan og Vanessa Redgrave sem leikur Önnubeth Westfall. Þess má einnig geta að þau Mariah Carey og Lenny Kravitz leika nokkuð stór hlutverk í myndinni.

• Myndin fór beint á topp bandaríska aðsóknarlistans og hefur fengið mjög góða dóma margra gagnrýnenda.