Gleymdist lykilorðið ?

The Lego Movie

Frumsýnd: 14.2.2014
Dreifingaraðili: SAMfilm
Tegund: Gaman, Hasar, Ævintýri, Teiknimynd
Lengd: 1h 40 min
Aldurstakmark: Leyfð
|

HVER KUBBUR SKIPTIR MÁLI!

Hemmi er bara venjulegur Lego-kubbakarl sem fyrir misskilning er settur í það vanþakkláta starf að bjarga heiminum. Aðalpersóna myndarinnar er hinn löghlýðni og glaðlyndi verkakubbakarl Hemmi sem hefur nákvæmlega enga reynslu af því að byggja lego án leiðbeininga. Hann vill bara fara eftir settum reglum. Byltingarsinnar vilja hins vegar fá að kubba án leiðbeininga og þeir eru sannfærðir um að Hemmi sé hinn útvaldi og geti kubbað það sem honum sýnist. Hann er því fenginn til að leiða baráttuna gegn hinum illa Harðstjóra sem hefur bannað að kubbað sé án viðeigandi leiðbeiningabæklinga. Í fyrstu lýst Hemma ekkert á hið nýja hlutverk sitt enda hefur hann ekki hugmynd um hvernig á að kubba án leiðbeininga. Sem betur fer nýtur hann aðstoðar góðra stuðningskubba eins og ofurkubbanna Batmans, Grænu luktarinnar og Supermans því annars væri útlitið dökkt ...

Ísl. Tal

Sigurður Þór Óskarsson, Salka Sól Eyfeld, Arnar Jónsson, Þorsteinn Backmann, Grettir Valsson, Orri Huginn Ágústsson og Ágústa Eva Erlendsdóttir

Punktar:

• Hvert einasta smáatriði í sviðsetningu myndarinnar er að sjálfsögðu búið til úr Lego-kubbum og hinum ýmsu fylgihlutum.

•Lego The Movie er önnur stærsta febrúar opnun sögunnar í USA.

•Sagan segir að Warner Brothers hafi verið búnir að ákveða að gera framhald af Lego The Movie áður en þeir frumsýndu myndina en þeir voru sannfærðir um að myndin myndi njóta velgengni.