Gleymdist lykilorðið ?

Captain America: The Winter Soldier

Frumsýnd: 4.4.2014
Dreifingaraðili: SAMfilm
Tegund: Hasar, Vísindaskáldskapur, Ævintýri, Páskamyndir
Lengd: 2h 16 min
Aldurstakmark: Bönnuð innan 12 ára
|

Hermaðurinn Steve Rogers, öðru nafni Captain America, verður að snúa til starfa á ný til að kljást við sinn öflugasta andstæðing til þessa, hinn gríðaröfluga, fyrrverandi útsendara Sovétríkjanna sem kallaður er The Winter Soldier.

Kvikmyndin Captain America: The Winter Soldier, sem frumsýnd verður þann 4. apríl, gerist tveimur árum eftir atburðina í fyrri myndinni, Captain America: The First Avenger, sem frumsýnd var í júlí 2011. Leikstjórar að þessu sinni eru bræðurnir Anthony og Joe Russo (You, Me and Dupree) en aðalhandritshöfundur sá sami og skrifaði fyrri myndina, Christopher Markus, sem einnig á að baki handrit mynda eins og Thor: The Dark World, Pain & Gain og The Chronicles of Narnia.

Steve Rogers hefur tekið því rólega að undanförnu og reynt sitt besta til að aðlagast samfélaginu í heimaborg sinni, Washington, á nýjan leik. En friðurinn er úti þegar árás er gerð á Nick Fury og ljóst verður að mikil hætta steðjar að öryggi bæði stjórnsýslunnar og hins almenna borgara í Washington.

Við þessu þarf Steve að bregðast og ásamt þeim Natöshu Romanoff (The Black Widow) og Sam Wilson (The Falcon) kemst hann fljótlega að því að hér er ekki við neinn venjulegan andstæðing að etja heldur hinn gríðaröfluga The Winter Soldier, en hann rekur uppruna sinn til síðari heimsstyrjaldarinnar og var í raun bandarísk ofurhetja, Bucky Barnes, áður en Sovétmenn náðu honum á sitt vald á sínum tíma og sneru honum gegn sinni eigin þjóð. En hver er tilgangur hans?