Gleymdist lykilorðið ?

Flugvélar: Björgunarsveitin

Planes: Fire and Rescue, 2014

Frumsýnd: 15.8.2014
Dreifingaraðili: SAMfilm
Tegund: Gaman, Ævintýri, Teiknimynd
Lengd: 1h 23 min
Aldurstakmark: Leyfð
|

Við kynntumst áburðarflugvélinni Dusty í Disney-myndinni Flugvélarsem frumsýnd var í ágúst í fyrra en Dusty átti þá við þann vanda að stríða að vera alveg óskaplega lofthræddur – sem er auðvitað alveg ómögulegt þegar maður er flugvél. Með aðstoð vina sinna tókst Dusty að sigrast á hræðslunni að lokum og taka þátt í ævintýralegu kappflugi sem segja má að hafi breytt flughæfni hans til frambúðar.

Í þessari nýju mynd hittum við Dusty á ný og fjölmarga nýja vini hans sem eru hver öðrum skemmtilegri og hæfileikaríkari. Þeir tilheyra flestir björgunarsveit sem berst við skógarelda og þegar Dusty uppgötvar að kannski muni hann aldrei aftur geta keppt í kappflugi ákveður hann að ganga til liðs við hana.

En slökkvistörf í háloftunum er stórhættulegt starf og þótt Dusty sé bæði duglegur og óhræddur við verkefnið þarf hann að læra margt nýtt áður en hann getur orðið fullgildur meðlimur í björgunarsveitinni...

Leikstjóri: Roberts Gannaway