Gleymdist lykilorðið ?

Leita

8 Niðurstöður fundust
Eternals
Saga hinna Eilífu, sem er kynþáttur ódauðlegra geimvera, sem lifað hafa í leyni á Jörðinni og mótað sögu hennar og menningu í þúsundir ára. Eftir atburðina í Avengers: Endgame, þá verður óvæntur harmleikur til þess að hin Eilífu þurfa að koma út úr myrkrinu og berjast ásamt mannkyninu við sameiginlegan óvin.
Dreifingaraðili: SAMfilm
Frumsýnd: 5.11.2021, Lengd: 2h 37 min
Tegund: Drama, Hasar, Ævintýri
Aldurstakmark: Bönnuð innan 12 ára
Leikstjóri:
Chloé Zhao
Those Who Wish Me Dead
Unglingur sem varð vitni að morði er eltur af leigumorðingjum í óbyggðum Montana í Bandaríkjunum. Honum til verndar er sérfræðingur í að lifa af úti í náttúrunni. Á sama tíma kvikna skógareldar sem gætu gleypt þá alla.
Dreifingaraðili: SAMfilm
Frumsýnd: 7.5.2021, Lengd: 1h 40 min
Tegund: Spenna
Aldurstakmark: Bönnuð innan 16 ára
Leikstjóri:
Taylor Sheridan
Maleficent: Mistress of Evil
Það reynir á sambandið milli Maleficent og guðdóttur hennar Auroru prinsessu, vegna yfirvofandi brúðkaups, óvæntra bandamanna og nýrra myrkra ógna.
Dreifingaraðili: SAMfilm
Frumsýnd: 18.10.2019, Lengd: 1h 58 min
Tegund: Ævintýri, Fantasía, Fjölskyldumynd
Aldurstakmark: Bönnuð innan 12 ára
Leikstjóri:
Joachim Rønning
Kung Fu Panda 3
Þegar löngu týndur faðir Po birtist skyndilega, þá fara þeir feðgar saman til leynilegrar pöndu paradísar til að hitta allskonar skemmtilegar pöndur. En þegar hinn yfirnáttúrulegi þorpari Kai byrjar að herja á alla kung fu meistara í Kína, þá þarf Po að gera hið ómögulega, að þjálfa þorp fullt af öðrum pöndum til að verða kung fu pönduher.
Dreifingaraðili: Max Dreifing
Frumsýnd: 18.3.2016, Lengd: 1h 35 min
Tegund: Hasar, Ævintýri, Teiknimynd
Aldurstakmark: Leyfð
Unbroken
Hér segir frá sannri sögu ólympíukappans Louis Zamperini sem keppti á Ólympíleikinum í Berlin 1936. Herflugvél hans hrapaði síðar í Kyrrahafið og eftir langar hrakningar, án vatns og matar, á hafi úti skolaði hann á land í Japan, handan víglínunnar. Þar er hann handsamaður ásamt tveimur félögum sínum og við tók þá dvöl í fangabúðum.
Dreifingaraðili: Myndform
Frumsýnd: 1.1.2015, Lengd: 2h 17 min
Tegund: Drama, Hasar
Aldurstakmark: Bönnuð innan 16 ára
Leikstjóri:
Angelina Jolie
Maleficent
Myndin er nefnd eftir aðalpersónunni, illu norninni Maleficent, sem lagði þau álög á Þyrnirós að áður en sólin gengi til viðar á 16 ára afmælisdegi hennar myndi hún stinga sig á snældu og deyja.
Dreifingaraðili: SAMfilm
Frumsýnd: 4.6.2014, Lengd: 1h 37 min
Tegund: Drama, Hasar, Ævintýri
Aldurstakmark: Bönnuð innan 10 ára
Leikstjóri:
Robert Stromberg
Kung Fu Panda 2
Po er að upplifa draum sinn sem drekastríðsmaður og vernda Dal Friðarins með vinum sínum og kung fu meisturum, fimm fræknu, Tígru, Trana, Padda, Nöðru og Apa. En frábæra nýja lífinu hans Po er ógnað af ægilegu illmenni sem ætlar að nýta sér gamalt leyndarmál, óstöðvandi vopn til að sigra Kína og uppræta Kung Fu.
Dreifingaraðili: SAMfilm
Frumsýnd: 3.6.2011, Lengd: 1h 30 min
Tegund: Gaman, Ævintýri, Teiknimynd
Aldurstakmark: Leyfð
The Tourist
The Tourist fjallar um Frank (Johnny Depp), amerískan ferðamann sem ákveður að ferðast um Ítalíu eftir persónulegt áfall. Á vegi hans verður Elise (Angelina Jolie), einstök kona sem heillar hann upp úr skónum. Frank eltist við hana en fljótlega kemur í ljós að þau hittust ekki fyrir tilviljun.
Dreifingaraðili: Max Dreifing
Frumsýnd: 7.1.2011, Lengd: 1h 45 min
Tegund: Hasar
Aldurstakmark: Bönnuð innan 12 ára