Gleymdist lykilorðið ?

Leita

10 Niðurstöður fundust
One Life
Breski verðbréfasalinn Nicholas Winton heimsækir Tékkóslóvakíu árið 1938 til að hjálpa til við björgun barna af gyðingaættum um það leiti sem Seinni heimsstyrjöldin er að fara af stað. Björgunaraðgerðin fékk síðar nafnið Kindertransport. 669 börnum var þar bjargað undan Nasistum.
Dreifingaraðili: SAMfilm
Frumsýnd: 15.3.2024, Lengd: 1h 50 min
Tegund: Drama, Ævisaga, Saga
Aldurstakmark: Bönnuð innan 12 ára
Leikstjóri:
James Hawes
The Father
Anthony neitar að þiggja hjálp frá dóttur sinni Anne þegar hann eldist. Eftir því sem hann reynir að skilja betur hvernig allar kringumstæður eru að breytast hjá honum, þá fer hann að efast um ástvini sína, eigin geðheilsu og jafnvel raunveruleikann í kringum hann.
Dreifingaraðili: Max Dreifing
Frumsýnd: 19.3.2021, Lengd: 1h 37 min
Tegund: Drama
Aldurstakmark: Bönnuð innan 9 ára
Leikstjóri:
Florian Zeller
Thor: Ragnarok
Thor er fangelsaður í hinum enda alheimsins án hamarsins síns og er í kapphlaupi við tímann til að komast aftur heim til Ásgarðs til að stöðva heimsendi sem hin miskunnarlausu Hela er ábyrg fyrir. En fyrst verður hann að berjast fyrir lífi sínu í skylmingarþrælakeppni þar sem honum er att gegn fyrrum bandamanni sínum, Hulk.
Dreifingaraðili: SAMfilm
Frumsýnd: 27.10.2017, Lengd: 2h 10 min
Tegund: Hasar, Ævintýri, Fantasía
Aldurstakmark: Bönnuð innan 12 ára
Leikstjóri:
Taika Waititi
Transformers: The Last Knight
Optimus Prime finnur heimaplánetu sína, Cybertron, sem nú er dauð, og hann kemst að því að hann ber ábyrgð á ástandinu. Hann finnur leið til að lífga plánetuna við, en til að gera það, þá þarf hann að finna helgigrip, sem er á Jörðinni.
Dreifingaraðili: SAMfilm
Frumsýnd: 21.6.2017, Lengd: 2h 29 min
Tegund: Hasar, Vísindaskáldskapur, Ævintýri
Aldurstakmark: Bönnuð innan 12 ára
Leikstjóri:
Michael Bay
Solace
Þegar hrottaleg morð benda til að raðmorðingi gangi laus ákveður rannsóknarlögreglumaðurinn Joe Merriweather að kalla til sjáandann og fyrrverandi lögreglumanninn John Clancy til að hjálpa til við rannsókn málsins og freista þess að ná morðingjanum sem allra fyrst. Um leið og hann kemur á svæðið verður Clancy ljóst að hér er ekki við neinn venjulegan mann að glíma heldur einhvern sem ræður yfir einstæðum hæfileikum til að sjá það fyrir sem verða vill og er því alltaf skrefinu á undan öllum öðrum – þar með talið honum sjálfum...
Dreifingaraðili: SAMfilm
Frumsýnd: 20.11.2015, Lengd: 1h 41 min
Tegund: Spenna
Aldurstakmark: Bönnuð innan 16 ára
Leikstjóri:
Afonso Poyart
Noah
Þegar Nói byrjar að sjá sýnir sem lýsa gríðarlegum náttúruhamförum trúir hann því að þær boði endalok mannkyns og hefst handa samkvæmt boði Guðs við að smíða örk, sér og sínum til bjargar. Noah er sýn Aronofskys á hina þekktu biblíusögu um Nóa og örkina sem hann smíðaði þegar Guð boðaði honum að syndaflóðið væri í nánd.
Dreifingaraðili: SAMfilm
Frumsýnd: 28.3.2014, Lengd: 2h 17 min
Tegund: Drama, Ævintýri, Fantasía, Páskamyndir
Aldurstakmark: Bönnuð innan 12 ára
Leikstjóri:
Darren Aronofsky
Thor: The Dark World
The Dark World verður heimsfrumsýnd á Íslandi þann 31.október og á vafalaust eftir að njóta mikilla vinsælda rétt eins og fyrri myndin um þrumuguðinn Þór.
Dreifingaraðili: SAMfilm
Frumsýnd: 31.10.2013, Lengd: 1h 52 min
Tegund: Ævintýri
Aldurstakmark: Bönnuð innan 12 ára
Leikstjóri:
Alan Taylor
RED 2
Framhald hinnar stórskemmtilegu grín- og hasarmyndar RED, sem sló í gegn árið 2010 og hlaut m.a. tilnefningu til Golden Globe-verðlauna sem besta gamanmynd ársins.
Dreifingaraðili: SAMfilm
Frumsýnd: 31.7.2013, Lengd: 1h 56 min
Tegund: Gaman, Hasar, Spenna, Sumarmyndir
Aldurstakmark: Bönnuð innan 12 ára
Leikstjóri:
Dean Parisot
Thor
Byggð á samnefndum teiknimyndasögum Marvels. Hinn öflugi en hrokafulli ÞÓR (Chris Hemsworth) er gerður útlægur af Óðni (Anthony Hopkins) úr Ásgarði fyrir kæruleysi og vanrækslu skyldu sinnar. Refsing hans er að dúsa meðal manna á jörðu niðri og átta sig á afleiðingum gjarða sinna.
Dreifingaraðili: SAMfilm
Frumsýnd: 27.4.2011, Lengd: 1h 55 min
Tegund: Hasar, Vísindaskáldskapur, Ævintýri
Aldurstakmark: Bönnuð innan 12 ára
Leikstjóri:
Kenneth Branagh
The Rite
The Rite er byggð á sannri sögu um námsmanninn Michael Kovak (Colin O´Donoghue). Hann er efasemdarmaður mikill sem treglega sækir særingarskóla í Vatikaninu. Meðan hann dvelst í Róm hittir hann prest einn, Föður Lucas (Anthony Hopkins). Sá er frekar óhefðbundinn og kynnir hann fyrir dekkri hliðum trúar sinnar.
Dreifingaraðili: SAMfilm
Frumsýnd: 25.2.2011, Lengd: 1h 30 min
Tegund: Drama, Spenna
Aldurstakmark: Bönnuð innan 16 ára
Leikstjóri:
Mikael Hafstrom