Gleymdist lykilorðið ?

Leita

15 Niðurstöður fundust
Three Thousand Years of Longing
Einmana kennari á leið til Istanbul í Tyrklandi finnur flösku með anda í sem býður henni þrjár óskir í skiptum fyrir frelsi sitt.
Dreifingaraðili: SAMfilm
Frumsýnd: 9.9.2022, Lengd: 1h 48 min
Tegund: Drama, Rómantík, Fantasía
Aldurstakmark: Bönnuð innan 12 ára
Leikstjóri:
George Miller
Beast
Tvær táningsstúlkur ásamt föður þeirra komast í hann krappann þegar gríðarstórt ljón ákveður að sýna þeim hvaða dýr sé efst í fæðukeðjunni á grassléttunni.
Dreifingaraðili: Myndform
Frumsýnd: 24.8.2022, Lengd: 1h 33 min
Tegund: Drama, Hryllingur, Ævintýri
Aldurstakmark: Bönnuð innan 16 ára
Leikstjóri:
Baltasar Kormákur
The Suicide Squad
Ofur-þrjótarnir Harley Quinn, Bloodsport, Peacemaker og samansafn tugthússlima í Belle Reve fangelsinu ganga til liðs við hina háleynilegu, en vafasömu, X sérsveit, þar sem þau fá alvöru vopn upp í hendurnar og er hent út á eyjunni Corto Maltese, þar sem óvinir leynast við hvert fótmál.
Dreifingaraðili: SAMfilm
Frumsýnd: 4.8.2021, Lengd: 2h 12 min
Tegund: Hasar, Ævintýri, Fantasía
Aldurstakmark: Bönnuð innan 16 ára
Leikstjóri:
James Gunn
Zootropolis
Myndin gerist í dýrabænum Zootropolis. Aðalpersónurnar eru bragðarefurinn Nick og löggukanínan Judy sem þurfa að snúa bökum saman þegar þau flækjast inn í útsmogið samsæri sem ógnar ekki bara þeim heldur öllum íbúum bæjarins.
Dreifingaraðili: SAMfilm
Frumsýnd: 7.8.2020, Lengd: 1h 48 min
Tegund: Hasar, Ævintýri, Teiknimynd
Aldurstakmark: Leyfð
Leikstjóri:
Byron Howard, Rich Moore
Cats
Kattahópurinn Jellicles þarf að ákveða á hverju ári hver á að fara upp í gufuhvolfið og koma aftur til baka í Jellicle lífið.
Dreifingaraðili: Myndform
Frumsýnd: 26.12.2019, Lengd: 1h 51 min
Tegund: Gaman, Drama, Tónlist
Aldurstakmark: Leyfð
Leikstjóri:
Tom Hooper
Fast and Furious: Hobbs and Shaw
Lögreglumaðurinn Luke Hobbs og útlaginn Deckard Shaw mynda ólíklegt bandalag sín á milli þegar erfðabreyttur tölvuþrjótur ógnar framtíð mannkyns.
Dreifingaraðili: Myndform
Frumsýnd: 31.7.2019, Lengd: 2h 09 min
Tegund: Hasar, Ævintýri
Aldurstakmark: Bönnuð innan 12 ára
Leikstjóri:
David Leitch
Avengers: Infinity War
Avengers og bandamenn þeirra verða að vera klárir í að fórna öllu til að sigra hinn öfluga Thanos, áður en eyðileggingarmáttur hans leggur alheiminn í rúst.
Dreifingaraðili: SAMfilm
Frumsýnd: 27.4.2018, Lengd: 2h 32 min
Tegund: Hasar, Ævintýri, Fantasía
Aldurstakmark: Bönnuð innan 12 ára
Leikstjóri:
Anthony Russo, Joe Russo
Molly's Game
Sönn saga ólympíuskíðakonu sem rak heimsins eftirsóttasta pókerhús, og lenti undir smásjá alríkislögreglunnar FBI. Pókerspilararnir sem spiluðu hjá henni voru kvikmyndastjörnur, viðskiptajöfrar og henni óafvitandi, rússneska mafían.
Dreifingaraðili: Myndform
Frumsýnd: 30.1.2018, Lengd: 2h 20 min
Tegund: Drama, Ævisaga
Aldurstakmark: Bönnuð innan 12 ára
Leikstjóri:
Aaron Sorkin
Thor: Ragnarok
Thor er fangelsaður í hinum enda alheimsins án hamarsins síns og er í kapphlaupi við tímann til að komast aftur heim til Ásgarðs til að stöðva heimsendi sem hin miskunnarlausu Hela er ábyrg fyrir. En fyrst verður hann að berjast fyrir lífi sínu í skylmingarþrælakeppni þar sem honum er att gegn fyrrum bandamanni sínum, Hulk.
Dreifingaraðili: SAMfilm
Frumsýnd: 27.10.2017, Lengd: 2h 10 min
Tegund: Hasar, Ævintýri, Fantasía
Aldurstakmark: Bönnuð innan 12 ára
Leikstjóri:
Taika Waititi
Star Trek Beyond
Fyrsti hluti ferðar geimskipsins USS Enterprise í fimm ára verkefni, skilar áhöfninni inn á ókannað svæði. Þar er Enterprise nánast eyðilagt og Kirk og áhöfnin verða strand á fjarlægri plánetu, þar sem engin fjarskipti er hægt að hafa. Kirk þarf að vinna úr því sem er til staðar, og koma öllum aftur til Jarðar.
Dreifingaraðili: SAMfilm
Frumsýnd: 20.7.2016, Lengd: 2h 02 min
Tegund: Hasar, Vísindaskáldskapur, Ævintýri
Aldurstakmark: Bönnuð innan 12 ára
Leikstjóri:
Justin Lin
Leitin að Dóru
Finding Dory
Myndin fjallar um hina gleymnu Dóru og leit hennar að fjölskyldu sinni. Sagan gerist um sex mánuðum eftir atburðina í fyrri myndinni, Leitin að Nemó. Allt í einu byrja minningar úr æsku Dóru að rifjast upp fyrir henni og um leið að hún á fjölskyldu einhvers staðar.
Dreifingaraðili: SAMfilm
Frumsýnd: 16.6.2016, Lengd: 1h 43 min
Tegund: Gaman, Ævintýri, Teiknimynd
Aldurstakmark: Leyfð
The Jungle Book
Munaðarlaus drengur er alinn upp í skóginum með hjálp úlfahjarðar, bjarnar og svarts pandusdýrs.
Dreifingaraðili: SAMfilm
Frumsýnd: 15.4.2016, Lengd: 1h 45 min
Tegund: Ævintýri, Fantasía, Fjölskyldumynd
Aldurstakmark: Bönnuð innan 9 ára
Leikstjóri:
Jon Favreau
The Gunman
Sean Penn leikur Martin Terrier, þaulreyndan fyrrum sérsveitarmann og leigumorðingja. Hann er þjáður andlega eftir langan feril og hyggst hætta í bransanum til að geta lifað lífinu með kærustu sinni (Jasmine Trinca). Hægar er það sagt en gert og fer öll áætlunin úrskeiðis þegar fyrirtækið sem hann vinnur fyrir svíkur hann.
Dreifingaraðili: Myndform
Frumsýnd: 16.3.2015, Lengd: 1h 55 min
Tegund: Drama, Hasar
Aldurstakmark: Bönnuð innan 16 ára
Leikstjóri:
Pierre Morel
Pacific Rim
Nýjasta mynd Guillermos Del Toro er magnað sjónarspil og ævintýri sem segir frá baráttu manna við risastór skrímsli úr iðrum jarðar.
Dreifingaraðili: SAMfilm
Frumsýnd: 17.7.2013, Lengd: 2h 12 min
Tegund: Hasar, Vísindaskáldskapur, Sumarmyndir
Aldurstakmark: Bönnuð innan 12 ára
Leikstjóri:
Guillermo del Toro
Ghost Rider: Spirit of Vengeance
Nicolas Cage snýr aftur sem Johnny Blaze í GHOST RIDER: SPIRIT OF VENGEANCE! Blaze - sem er ennþá þjakaður af bölvun kölska og neyddur til að vera mannaveiðari hans - er í felum í Austur-Evrópu en er fljótlega boðaður til fundar við leynilegan sértrúarsöfnuð kirkjunnar.
Dreifingaraðili: -
Frumsýnd: 24.2.2012, Lengd: 1h 30 min
Tegund: Hasar
Aldurstakmark: Bönnuð innan 12 ára