Gleymdist lykilorðið ?

Leita

19 Niðurstöður fundust
Die Zauberflöte (2017)
James Levine, tónlistarstjóri Met, stýrir uppfærslu Tony-verðlaunahafans Julie Taymor á Töfraflautunni, meistaraverki Mozarts. Golda Schultz kemur fram í fyrsta sinn fyrir Met í hlutverki Pamínu og Kathryn Lewek leikur Næturdrottninguna.
Dreifingaraðili: SAMfilm
Frumsýnd: 14.10.2017, Lengd: 3h 34 min
Tegund: Ópera
Aldurstakmark: Leyfð
Leikstjóri:
James Levine
Idomeneo
Fyrsta óperumeistaraverk Mozarts snýr aftur á fjalir Metropolitan með klassískri uppfærslu Jean-Pierre Ponnelle, undir hljómsveitarstjórn James Levine. Meðal stórkostlegra söngvara í sýningunni má nefna Matthew Polenzani, sem fer með hlutverk konungsins, og Alice Coote, sem leikur göfuglyndan son hans, Idamante.
Dreifingaraðili: SAMfilm
Frumsýnd: 25.3.2017, Lengd: 4h 18 min
Tegund: Ópera
Aldurstakmark: Leyfð
Leikstjóri:
James Levine
Nabucco (2017)
Hinn eini sanni Plácido Domingo syngur enn eitt barítónhlutverkið fyrir Metropolitan undir stjórn gamla samstarfsmannsins James Levine. Liudmyla Monastyrska leikur Abigaille, stríðskonuna sem ætlar sér að stjórna heimsveldum, og Jamie Barton leikur hetjuna Fenenu. Dmitri Belosselskiy túlkar rödd hinnar kúguðu hebresku þjóðar.
Dreifingaraðili: SAMfilm
Frumsýnd: 7.1.2017, Lengd: 3h 04 min
Tegund: Ópera
Aldurstakmark: Leyfð
Leikstjóri:
James Levine
The Magic Flute
Árið 2006 hóf Metropolitan margverðlaunað Live in HD verkefni sitt með byltingarkenndri beinni útsendingu í háskerpu í kvikmyndahúsum.
Dreifingaraðili: SAMfilm
Frumsýnd: 12.12.2015, Lengd: 2h 00 min
Tegund: Ópera
Aldurstakmark: Leyfð
Lulu
Tónlistarstjórinn James Levine stýrir nýrri uppfærslu margrómaða listamannsins og leikstjórans Williams Kentridge (The Nose), sem töfrar fram einstaka sýn á óperu Bergs. Marlis Petersen hefur heillað áhorfendur um heim allan með túlkun sinni á titilpersónunni og þeysireið hennar um ranghala ástarinnar, þráhyggjunnar og dauðans.
Dreifingaraðili: SAMfilm
Frumsýnd: 21.11.2015, Lengd: 3h 57 min
Tegund: Ópera
Aldurstakmark: Leyfð
Leikstjóri:
James Levine
Tannhäuser
James Levine stýrir meistaraverki Wagners sem hefur ekki verið sett á svið hjá Met í rúman áratug. Einn helsti Wagner-tenór heims í dag, Johan Botha, tekur að sér titilhlutverk riddarans unga sem kastast á milli ástar og ástríðu.
Dreifingaraðili: SAMfilm
Frumsýnd: 31.10.2015, Lengd: 4h 31 min
Tegund: Ópera
Aldurstakmark: Leyfð
Leikstjóri:
James Levine
Meistarasöngvararnir frá Nürnberg (Wagner)
Die Meistersinger von Nürnberg
James Levine er orðinn þaulkunnugur þessu epíska gamanverki Wagners um söngkeppni meistarasöngvara í endurreisninni sem ná að sameina heila borg. Johan Reuter, Johan Botha og Annette Dasch fara fyrir glæstum hópum alþjóðlegra söngvara í heillandi lofgerð um áhrifamátt tónlistar og listar.
Dreifingaraðili: SAMfilm
Frumsýnd: 13.12.2014, Lengd: 6h 00 min
Tegund: Ópera
Aldurstakmark: Ómetið
Brúðkaup Fígarós (Mozart)
Le Nozze Di Figaro
James Levine, listrænn stjórnandi Metropolitan, stjórnar hljómsveitinni í þessari kraftmiklu nýju uppfærslu á meistaraverki Mozarts, en Richard Eyre sér um leikstjórnina. Hér eru atburðir klassísku gamanóperunnar fluttir fram til þriðja áratugar tuttugustu aldar í Sevilla.
Dreifingaraðili: SAMfilm
Frumsýnd: 18.10.2014, Lengd: 3h 52 min
Tegund: Ópera
Aldurstakmark: Ómetið
Leikstjóri:
James Levine
Così fan tutte (2014)
Tónlistarstjórinn James Levine tekur loksins aftur við hljómsveitarstjórninni til að stýra þessari ástsælu óperu Mozarts um þolmörk ástarinnar.
Dreifingaraðili: SAMfilm
Frumsýnd: 26.4.2014, Lengd: 4h 05 min
Tegund: Ópera
Aldurstakmark: Leyfð
Leikstjóri:
James Levine
Falstaff (2013)
Ótvíræður meistari Falstaffs, stjórnandinn James Levine, hefur ekki stýrt óperu Verdis fyrir Metropolitan síðan 2005. Ný uppfærsla Roberts Carsen, fyrsta nýja uppfærslan á Falstaff síðan 1964, gerist í enskri sveit á miðri 20. öld.
Dreifingaraðili: SAMfilm
Frumsýnd: 14.12.2013, Lengd: 3h 20 min
Tegund: Ópera
Aldurstakmark: Leyfð
Leikstjóri:
James Levine
Götterdämmerung (Wagner)
Gotterdammerung
Hér lýkur Niflungahringnum með Ragnarökum í leikstjórn Roberts Lepage. Deborah Voigt og Gary Lehman fara með hlutverk Brynhildar og Sigurðar, elskendanna tveggja sem örlögin leika svo grátt. Hljómsveitarstjóri er James Levine.
Dreifingaraðili: SAMfilm
Frumsýnd: 11.2.2012, Lengd: 6h 14 min
Tegund: Ópera
Aldurstakmark: Ómetið
Leikstjóri:
James Levine
Sigurður fáfnisbani (Wagner)
Siegfried
Í þriðja hluta Niflungahringsins einblínir Wagner á fyrstu sigra hetjunnar, Sigurðar Fáfnisbana, á meðan byltingarkennd sviðsmynd Roberts Lepage umbreytist úr töfraskógi yfir í ástarhreiður á fjallstindi. Gary Lehman fer með hlutverk Sigurðar, Deborah Voigt leikur Brynhildi og Bryn Terfel er Gangleri. Hljómsveitarstjóri er James Levine.
Dreifingaraðili: SAMfilm
Frumsýnd: 5.11.2011, Lengd: 5h 51 min
Tegund: Ópera
Aldurstakmark: Ómetið
Leikstjóri:
James Levine
Don Giovanni (2011)
Mariusz Kwiecien sýnir hér líflega og munúðarfulla túlkun sína á sígildri andhetju Mozarts í fyrsta sinn fyrir Metropolitan í leikstjórn Tony-verðlaunahafans Michaels Grandage undir hljómsveitarstjórn James Levine.
Dreifingaraðili: SAMfilm
Frumsýnd: 29.10.2011, Lengd: 3h 50 min
Tegund: Ópera
Aldurstakmark: Ómetið
Leikstjóri:
James Levine
DIE WALKÜRE (2011)
Stjörnulið stórsöngvara er hér saman komið í Valkyrjunum, öðrum hluta uppfærslu Roberts Lepage á Niflungahringnum ásamt hljómsveitarstjóranum James Levine. Bryn Terfel fer með hlutverk Óðins og Deborah Voigt leikur Brynhildi í enn einu Wagner-hlutverkinu fyrir Metropolitan.
Dreifingaraðili: SAMfilm
Frumsýnd: 14.5.2011, Lengd: 5h 35 min
Tegund: Ópera
Aldurstakmark: Leyfð
Leikstjóri:
James Levine
IL TROVATORE
IL TROVATORE 2010
Þessi áhrifamikla uppfærsla Davids McVicar á tilfinningaþrungnu verki Verdis var frumflutt á leikárinu 2008-2009. James Levine stjórnar hljómsveitinni og fjórir stórkostlegir söngvarar fara með helstu hlutverkin; Sondra Radvanovsky, Dolora Zajick, Marcelo Álvarez og Dmitri Hvorostovsky. Þetta gæti hugsanlega verið melódískasta tónverk Verdis.
Dreifingaraðili: SAMfilm
Frumsýnd: 30.4.2011, Lengd: 3h 30 min
Tegund: Ópera
Aldurstakmark: Leyfð
Leikstjóri:
James Levine
DON PASQUALE
DON PASQUALE
Anna Netrebko er mætt aftur með frábæra túlkun á Norinu í þessum fágaða gamanleik í bel canto fagursöngstílnum. Mótleikarar hennar eru Matthew Polenzani, Mariusz Kwiecien og John Del Carlo í titilhlutverkinu. Tónlistarstjóri er James Levine.
Dreifingaraðili: SAMfilm
Frumsýnd: 13.11.2010, Lengd: 4h 00 min
Tegund: Ópera
Aldurstakmark: Leyfð
Niflungahringurinn
DAS RHEINGOLD
Tveir einstakir listamenn (hljómsveitarstjórinn James Levine og leikstjórinn Robert Lepage) taka höndum saman og skapa stórkostlegan nýjan Niflungahring fyrir Metropolitan.
Dreifingaraðili: SAMfilm
Frumsýnd: 9.10.2010, Lengd: 3h 15 min
Tegund: Ópera
Aldurstakmark: Leyfð
SIMON BOCCANEGRA
Eftir einstakt fjögurra áratuga samstarf með Metropolitan-óperunni kemur tenórinn Plácido Domingo nú fram í sögulegu titilhlutverki þessa heillandi pólitíska þrillers eftir Verdi, en hlutverkið var samið fyrir barítón.
Dreifingaraðili: SAMbíóin
Frumsýnd: 6.2.2010, Lengd: 3h 40 min
Tegund: Ópera
Aldurstakmark: Leyfð
Leikstjóri:
James Levine
Leikarar:
Plácido Domingo
Rósarriddarinn
DER ROSENKAVALIER (2010)
Í þessu skoplega meistaraverki Strauss um ást og leynimakk í Vín á 18. öld fer Renée Fleming með hlutverk hinnar tignu Marschallin og Susan Graham leikur ungan elskhuga hennar í “buxnarullu”. Leikstjórn er í höndum James Levine og á meðal annarra söngvara má nefna Kristinn Sigmundsson og Thomas Allen.
Dreifingaraðili: SAMbíóin
Frumsýnd: 9.1.2010, Lengd: 4h 45 min
Tegund: Ópera
Aldurstakmark: Leyfð
Leikstjóri:
James Levine