Gleymdist lykilorðið ?

Leita

8 Niðurstöður fundust
Harry Potter and the Deathly Hallows: Part 2
Harry, Hermione og Ron leita að eftirstandandi dauðadjásnum Voldemorts, en sú leit leiðir þau í æsilegri ævintýri en nokkru sinni fyrr. Nú þegar Voldemort hefur náð hönd sinni yfir yllisprotann hefur hann aldrei verið sterkari.
Dreifingaraðili: SAMfilm
Frumsýnd: 21.8.2020, Lengd: 2h 10 min
Tegund: Drama, Ævintýri, Fantasía
Aldurstakmark: Bönnuð innan 9 ára
Leikstjóri:
David Yates
Harry Potter and the Goblet of Fire
Harry er á fjórða ári sínu í Hogwarts og þarf að taka þátt í Þrígaldraleikunum ógurlegu, þrátt fyrir að vera undir lögaldri. Þetta fer allt að hljóma sífellt meira ógnvekjandi þegar að öll merki benda til þess að þessi dularfulla þátttaka Harrys gæti leitt hann til hins ógnvægilega Voldemorts, sem er talinn líklegur til að snúa aftur voldugri.
Dreifingaraðili: SAMfilm
Frumsýnd: 18.8.2020, Lengd: 2h 37 min
Tegund: Ævintýri, Fantasía, Fjölskyldumynd
Aldurstakmark: Bönnuð innan 9 ára
Leikstjóri:
Mike Newell
Harry Potter and the Order of the Phoenix
Fimmta árið í lífi galdrastráksins Harry Potter einkennist af endurkomu hins illa Voldemorts og afneitun galdrasamfélagsins gagnvart því, en ráðuneytið sendir nýjan kennara til Hogwarts til að þagga niður í öllum mótbárum.
Dreifingaraðili: SAMfilm
Frumsýnd: 18.8.2020, Lengd: 2h 18 min
Tegund: Hasar, Ævintýri, Fjölskyldumynd
Aldurstakmark: Bönnuð innan 9 ára
Leikstjóri:
David Yates
Harry Potter and the Half-Blood Prince
Voldemort eykur kraft sinn í muggaheiminum og galdraheiminum sem gerir það að verkum að Hogwarts er ekki sami öruggi staðurinn og áður fyrr. Harry grunar að hætta sé innan skólans en Dumbledore vill frekar að hann einbeiti sér að lokabaráttunni við Voldemort sem hann veit að nálgast hratt.
Dreifingaraðili: SAMfilm
Frumsýnd: 18.8.2020, Lengd: 2h 33 min
Tegund: Hasar, Ævintýri, Fjölskyldumynd
Aldurstakmark: Bönnuð innan 9 ára
Leikstjóri:
David Yates
Harry Potter and the Prisoner of Azkaban
Á þriðja ári sínu kemst Harry að því að hættulegur glæpamaður hefur sloppið úr Azkaban-galdrafangelginu. Málin flækjast þegar að Harry fréttir að þessi glæpamaður hafi átt stóran þátt í dauða foreldra sinna.
Dreifingaraðili: SAMfilm
Frumsýnd: 14.8.2020, Lengd: 2h 22 min
Tegund: Ævintýri, Fantasía, Fjölskyldumynd
Aldurstakmark: Bönnuð innan 6 ára
Leikstjóri:
Alfonso Cuarón
Paddington 2
Paddington hefur sest að hjá Brown fjölskyldunni og er orðinn visæll meðlimur samfélagsins. Hann fær sér vinnu hér og þar, til að geta keypt hina fullkomnu afmælisgjöf handa Lucy frænku, en hún verður 100 ára gömul. En síðan er gjöfinni stolið!
Dreifingaraðili: Myndform
Frumsýnd: 8.1.2018, Lengd: 1h 43 min
Tegund: Gaman, Ævintýri
Aldurstakmark: Leyfð
Leikstjóri:
Paul King
Paddington
Paddington er ungur björn frá Perú sem hefur dálæti á Bretlandi. Hann ákveður að fara til Lundúna til að leita sér að nýju heimili, en hann áttar sig fljótlega á því að stórborgarlífið er ekki eins og hann ímyndaði sér. Hann kynnist góðhjartaðri fjölskyldu á Paddington-lestarstöðinni sem býður honum tímabundið athvarf.
Dreifingaraðili: Myndform
Frumsýnd: 16.1.2015, Lengd: 1h 35 min
Tegund: Gaman, Fjölskyldumynd
Aldurstakmark: Leyfð
Leikstjóri:
Paul King
The King's Speech
Myndin segir sögu af manni sem seinna varð George VI konungur Englands og faðir núverandi drottningar, Elísabetar II. Eftir að bróðir hans afsalar sér völdum tekur George´Bertie við krúnunni. Mikið stam plagar hann og hann er engan veginn tilbúinn til að verða konungur. Hann leitar til óhefðbundins talmeinafræðings, Lionel Logue.
Dreifingaraðili: SAMfilm
Frumsýnd: 28.1.2011, Lengd: 1h 58 min
Tegund: Drama
Aldurstakmark: Leyfð
Leikstjóri:
Tom Hooper