Gleymdist lykilorðið ?

Leita

11 Niðurstöður fundust
Undragarðurinn
Wonder Park
June er lífleg og bjartsýn ung stúlka, sem uppgötvar ótrúlegan skemmtigarð í skóginum. Í garðinum er fullt af frábærum tækjum, og talandi dýrum, en eina vandamálið er að garðurinn er í niðurníðslu. June kemst fljótlega að því að það var ímyndunarafl hennar sjálfrar sem skóp garðinn, og hún er sú eina sem getur komið honum í lag.
Dreifingaraðili: SAMfilm
Frumsýnd: 12.4.2019, Lengd: 1h 25 min
Tegund: Gaman, Ævintýri, Teiknimynd
Aldurstakmark: Leyfð
Leikstjóri:
David Feiss
A Bad Moms Christmas
Jólin nálgast með öllu sínu umstangi og undirbúningi sem eins og margir vita, ekki síst mömmur, getur gert fólk gráhært af stressi enda er krafan sú að ekkert megi gleymast og allt þurfi að vera í toppstandi og skipulagt þegar hátíðin gengur í garð.
Dreifingaraðili: Myndform
Frumsýnd: 2.11.2017, Lengd: 1h 44 min
Tegund: Gaman
Aldurstakmark: Bönnuð innan 12 ára
Leikstjóri:
Jon Lucas, Scott Moore
Bad Moms
Á yfirborðinu virðist lífið vera á blússandi siglingu hjá Amy. Hjónabandið er gott, börnunum gengur vel og ferillinn heldur flugi. Hins vegar er hún drukknandi í vinnuverkefnum, önug, stressuð og þreytt.
Dreifingaraðili: Myndform
Frumsýnd: 8.8.2016, Lengd: 1h 40 min
Tegund: Gaman
Aldurstakmark: Bönnuð innan 12 ára
Leikstjóri:
Jon Lucas, Scott Moore
Jupiter Ascending
Myndin fjallar um unga og blásnauða konu sem sjálf Drottning alheimsins ákveður að eigi að taka af lífi þar sem tilvera hennar ógnar veldi drottningar.
Dreifingaraðili: SAMfilm
Frumsýnd: 6.2.2015, Lengd: 2h 05 min
Tegund: Hasar, Vísindaskáldskapur, Ævintýri
Aldurstakmark: Bönnuð innan 12 ára
The Angriest Man In Brooklyn
Robin Williams leikur hér hinn önuga og grautfúla Henry Altmann sem enginn man hvenær átti síðast góðan dag enda alltaf með allt á hornum sér. Afleiðingarnar eru þær að hjónaband hans er fyrir löngu farið í vaskinn, sambandið við ættingjana orðið meira en sundurryðgað og vinina sem hann á eftir er hægt að telja á einum fingri annarrar handar.
Dreifingaraðili: SAMfilm
Frumsýnd: 10.10.2014, Lengd: 1h 23 min
Tegund: Gaman, Drama
Aldurstakmark: Bönnuð innan 12 ára
Leikstjóri:
Phil Alden Robinson
Oz the Great and Powerful
Myndin fjallar um uppruna Galdrakarlsins í Oz og er forsaga hinnar sígildu sögu um Galdrakarlinn í Oz.
Dreifingaraðili: SAMfilm
Frumsýnd: 8.3.2013, Lengd: 2h 10 min
Tegund: Hasar, Ævintýri, Fantasía
Aldurstakmark: Bönnuð innan 10 ára
Leikstjóri:
Sam Raimi
Ted
Seth MacFarlane, höfundur Family Guy og American Dad, færir okkur gamanmyndina Ted, og það er óhætt að segja að MacFarlane fari, í fyrstu kvikmynd sinni í fullri lengd, langt yfir öll velsæmismörk, eins og honum einum er lagið!
Dreifingaraðili: Myndform
Frumsýnd: 11.7.2012, Lengd: 1h 46 min
Tegund: Gaman
Aldurstakmark: Bönnuð innan 12 ára
Leikstjóri:
Seth MacFarlane
Prúðuleikararnir
The Muppets
Með hjálp þriggja áðdáenda þá safnast Prúðuleikararnir saman til þess að bjarga gamla leikhúsinu sínu frá því að verða eyðilagt af gráðugum eldri olíukaupmanni.
Dreifingaraðili: SAMfilm
Frumsýnd: 13.1.2012, Lengd: 1h 43 min
Tegund: Gaman, Fjölskyldumynd, Páskamyndir
Aldurstakmark: Leyfð
Leikstjóri:
James Bobin
Friends with Benefits
Dylan (Justin Timberlake) og Jamie (Mila Kunis) halda að það sé ekkert mál að bæta kynlífi við vinskapinn, þrátt fyrir annan boðskap í ótal rómantískum gamanmyndum frá Hollywood. Þau komast hins vegar fljótt að því að það er engin lygi; kynlíf flækir málin alltaf allverulega.
Dreifingaraðili: SAMfilm
Frumsýnd: 22.7.2011, Lengd: 1h 49 min
Tegund: Gaman
Aldurstakmark: Bönnuð innan 12 ára
Black Swan
Spennumyndin Black Swan er nýjasta mynd leikstjórans Darrens Aronofsky sem gerði m.a. The Wrestler og Requiem for a Dream. Myndin skartar Natalie Portman, Milu Kunis og Vincent Cassel í aðalhlutverkum. Myndin segir frá balletdansaranum Ninu (Portman) sem fær tækifæri til að verða aðaldansarinn í uppsetningu á Svanavatninu.
Dreifingaraðili: Max Dreifing
Frumsýnd: 4.2.2011, Lengd: 1h 43 min
Tegund: Hasar
Aldurstakmark: Bönnuð innan 16 ára
The Book of Eli
Dreifingaraðili: SAMfilm
Frumsýnd: 29.1.2010, Lengd: 1h 30 min
Tegund: Drama, Hasar, Vísindaskáldskapur, Ævintýri
Aldurstakmark: Ómetið
Leikstjóri:
Allen Hughes, Albert Hughes