Gleymdist lykilorðið ?

Óperur

Manon Lescaut
Sviðið hjá Met á eftir að loga þegar sópransöngkonan Kristine Opolais og tenórinn Jonas Kaufmann koma fram saman í þessari tilfinningaþrungnu ástaróperu Puccinis. Opolais fer með titilhlutverk sveitastúlkunnar sem umbreytist í tálkvendi í París, en Kaufmann fer með hlutverk stúdentsins glæsilega sem gengur á eftir henni með grasið í skónum.
Dreifingaraðili: SAMfilm
Frumsýnd: 5.3.2016, Lengd: 3h 33 min
Tegund: Ópera
Aldurstakmark: Leyfð
Í bíó frá 5.3.2016
Leikstjóri:
Fabio Luisi
Madama Butterfly
Þessi uppfærsla Anthonys Minghella hefur gagntekið áhorfendur alveg síðan hún var frumsýnd árið 2006. Kristine Opolais tekur að sér titilhlutverkið og hefur hlotið einróma lof fyrir túlkun sína á geisjunni forsmáðu.
Dreifingaraðili: SAMfilm
Frumsýnd: 2.4.2016, Lengd: 3h 48 min
Tegund: Ópera
Aldurstakmark: Leyfð
Í bíó frá 2.4.2016
Leikstjóri:
Karel Mark Chichon
Roberto Devereux
Sondra Radvanovsky lýkur þeirri einstöku áskorun að flytja hlutverk allra þriggja Tudor-drottninga Donizettis á einu leikári. Hér er hún í hlutverki Elísabetar 1. drottningar, sem neyðist til að skrifa undir dauðadóm mannsins sem hún elskar, Roberts Devereux, en Matthew Polenzani fer með hlutverk hans.
Dreifingaraðili: SAMfilm
Frumsýnd: 16.4.2016, Lengd: 3h 46 min
Tegund: Ópera
Aldurstakmark: Leyfð
Í bíó frá 16.4.2016
Leikstjóri:
Maurizio Benini
Elektra
Leikstjóranum Patrice Chéreau entist ekki aldur til að sjá frábæra uppfærslu sína á Elektru á sviði Met, en verkið hefur áður verið sett upp í Aix og Mílanó.
Dreifingaraðili: SAMfilm
Frumsýnd: 30.4.2016, Lengd: 2h 10 min
Tegund: Ópera
Aldurstakmark: Leyfð
Í bíó frá 30.4.2016
Leikstjóri:
Esa-Pekka Salonen