Rokland
Frumsýnd:
14.1.2011
Dreifingaraðili:
SAMfilm
Tegund:
Gaman, Drama
Lengd: 1h 50 min
Lengd: 1h 50 min
Aldurstakmark:
Bönnuð innan 12 ára
Rokland er hárbeitt svört kómedía um bloggarann og hugsjónamanninn Böðvar Steingrímsson sem býr á Sauðárkróki.
Á bloggsíðu sinni predikar Böddi (Ólafur Darri Ólafsson) sínar háleitu, hugsjónir við lítinn fögnuð Sauðkræklinga. Á Króknum verður engu breytt! Böddi heldur því af stað til Reykjavíkur með byssu í vasanum og hugsjónir fyrir lýðinn. Hann er tilbúinn að hefja byltingu. Alvöru byltingu.
Myndin er byggð á samnefndri skáldsögu eftir Hallgrím Helgason.
Leikstjóri:
Marteinn Þórsson