Gleymdist lykilorðið ?

The Croods

Frumsýnd: 27.3.2013
Dreifingaraðili: Sena
Tegund: Gamanmynd, Ævintýri, Teiknimynd
Lengd: 1h 38 min
Aldurstakmark: Leyfð
|

Croods-fjölskyldan hefur búið í sama hellinum alla sína ævi enda felst helsta heillaráð fjölskylduföðurins í því að forðast allar hættur með því að prófa aldrei neitt nýtt, þar með talið að yfirgefa hellinn. Dag einn grípa örlögin og náttúran þó í taumana þegar jarðhræringar verða til þess að hellirinn hrynur saman og þar með hverfur skjólið sem Croods-fjölskyldan hefur reitt sig á alla tíð. Um leið opnast gáttir að veröldinni fyrir utan sem fjölskyldan hefur aldrei séð áður. Í fyrstu líst fjölskylduföðurnum ekkert á að haldaaf stað út í heiminn og kanna nýjar lendur en þar sem heimilið er horfið er um ekkert annað að velja en að finna nýtt.