Gleymdist lykilorðið ?

DON CARLO

Frumsýnd: 11.12.2010
Dreifingaraðili: SAMfilm
Tegund: Ópera
Lengd: 5h 00 min
Aldurstakmark: Leyfð
|

Leikstjórinn Nicholas Hytner þreytir hér frumraun sína fyrir Metropolitan með nýrri uppfærslu á dýpstu, fallegustu og metnaðarfyllstu óperu Verdis. Roberto Alagna fer fyrir leikhópnum en Ferruccio Furlanetto, Marina Poplavskaya, Anna Smirnova og Simon Keenlyside fara einnig með stór hlutverk. Yannick Nézet-Séguin stjórnar hljómsveitinni eftir glæsilega frammistöðu í Carmen. ,,Að mínu mati er Don Carlo hin fullkomna Verdi-ópera,“ segir Hytner. ,,Óperan einkennist annars vegar af óbilgjarnri framsetningu á yfirvofandi örlagadómi og hins vegar einhverjum dásamlegustu aríum og stórkostlegustu tónlist sem um getur.“