Gleymdist lykilorðið ?

Ory greifi

LE COMTE ORY, 2011

Frumsýnd: 9.4.2011
Dreifingaraðili: SAMfilm
Tegund: Ópera
Lengd: 3h 25 min
Aldurstakmark: Leyfð
|

Bel canto snillingurinn Juan Diego Flórez fer með aðalhlutverkið í nýrri uppfærslu Metropolitan á þessum gamanleik Rossinis sem er vægast sagt krefjandi fyrir söngvarana. Joyce DiDonato leikur Isolier í ,,buxnarullu“ og þau tvö keppast um ástir einmana greifynjunnar Adéle, en Diana Damrau fer með hlutverk hennar. Bartlett Sher, leikstjóri geysivinsælla uppfærslna Metropolitan á Rakaranum frá Sevilla og Ævintýrum Hoffmans lýsir heimi þessarar óperu sem stað ,,þar sem ástin er hættuleg og fólkið finnur til. Það getur verið bæði fyndið og sorglegt. Rossini fangar hvort tveggja með fallegustu tónlist sem hann samdi á ferlinum.“