Gleymdist lykilorðið ?

Frankenstein

Frumsýnd: 17.3.2011
Dreifingaraðili: SAMfilm
Tegund: Leikrit
Lengd: 2h 30 min
Aldurstakmark: Bönnuð innan 16 ára
|

Frankenstein í leikstjórn Danny Boyle skartar hinum frábæru leikurum Johnny Lee Miller og Benedict Cumberbatch í aðalhlutverkum og er heitasta sýningin í London um þessar mundir.

Verkið er byggt á sígildri hryllingsögu Mary Shelly sem allir þekkja. Leikstjórinn Danny Boyle er margverðlaunaður og hefur gert frábærar bíómyndir eins og t.d. Trainspotting, 28 Days Later, Slumdog Millionaire og 127 Hours.

Aðalleikararnir leika Frankenstein og skrímslið til skiptist á sýningunum en við vitum ekki hvor þeirra leikur hvern á þessari sýningu. Það ætti ekki að koma að sök enda er um frábæra leikara að ræða.

Benedict Cumberbatch er þekktastur fyrir að hafa leikið Sherlock Holmes í frábærri útfærslu Steven Moffats og Johnny Lee Miller þekkjum við úr Trainspotting, Hackers, Plunkett and Macleane ofl.