Gleymdist lykilorðið ?

Niflungahringurinn

DAS RHEINGOLD , 2010

Frumsýnd: 9.10.2010
Dreifingaraðili: SAMfilm
Tegund: Ópera
Lengd: 3h 15 min
Aldurstakmark: Leyfð
|

Tveir einstakir listamenn (hljómsveitarstjórinn James Levine og leikstjórinn Robert Lepage) taka höndum saman og skapa stórkostlegan nýjan Niflungahring fyrir Metropolitan. Leikárið hefst á Rínargullinu, forleiknum að epísku meistaraverki Wagners. ,,Niflungahringurinn er ekki eingöngu nokkrar óperur heldur heill alheimur,“ segir Lepage og blæs lífi í eitt merkilegasta óperuverk sögunnar með nýjustu tækni og óviðjafnanlegri sýn sinni. Bryn Terfel fer með hlutverk Óðins í fyrsta skipti fyrir Metropolitan og fer fyrir ótrúlegum leikhópi.