Gleymdist lykilorðið ?

Let me in

Frumsýnd: 29.10.2010
Dreifingaraðili: SAMfilm
Tegund: Spenna
Lengd: 1h 40 min
Aldurstakmark: Bönnuð innan 16 ára
|

Owen er 12 ára drengur sem er lagður í einelti af samnemendum sínum og vanræktur af fráskildum foreldrum sínum. Owen er einmana og eyðir mestum tíma sínum við að leggja á ráðin um að ná fram hefndum á kvölurum sínum og fylgjast í laumi með nágrönnum sínum. Eini vinur hans er nágranni hans, ung stúlka að

nafni Abby sem býr með föður sínum. Abby er á aldri við Owen og hefur átt erfitt uppdráttar og fer sjaldan að heiman frá sér nema þegar kvölda tekur. Þegar röð morða setur bæjarfélagið í uppnám og faðir Abby hverfur skyndilega stendur hún ein og varnarlaus. Allar tilraunir Owens til að rétta henni hálparhönd eru hunsaðar af Abby og Owen fer að gruna að hún búi yfir skelfilegu leyndarmáli.