Gleymdist lykilorðið ?

Megamind

Frumsýnd: 17.12.2010
Dreifingaraðili: SAMfilm
Tegund: Gamanmynd, Teiknimynd, Fjölskyldumynd
Lengd: 1h 36 min
Aldurstakmark: Leyfð
|

Megamind er án vafa mesti snilldar vondi kallinn sem heimurinn hefur kynnst, og jafnframt mesti klaufinn. Í langan tíma hefur hann reynt að ná yfirráðum í Metroborg en hver tilraunin af annarri hefur mistekist, þökk sé ofurhetjunni Metro-Man. Að lokum tekst Megamind að koma óvini sínum fyrir kattanef en uppgötvar þá að það er enginn tilgangur að vera vondur ef það er enginn góður til að berjast við. Megamind ákveður að búa til nýja ofurhetju, Titan, sem lofar að verða stærri, betri og sterkari en Metro Man var nokkurn tímann. Titan kemst fljótlega að því að það er mun meira gaman að vera vondur en góður. Titan hyggur ekki bara á heimsyfirráð heldur vill hann eyða öllu lífi á jörðinni. Megamind stendur því frammi fyrir nokkrum mikilvægum spurningum: Getur hann sigrað Titan, hið djöfullega sköpunarverk sitt? Tekst heimsins snjallasta manni að taka skynsamlega ákvörðurn, svona til tilbreytingar? Getur hinn illi snillingur orðið hetjan í sinni eigin sögu?