Gleymdist lykilorðið ?

Little Fockers

Frumsýnd: 26.12.2010
Dreifingaraðili: Myndform
Tegund: Gaman
Lengd: 1h 30 min
Aldurstakmark: Ómetið
|

Í Little Fockers snýr hin ástkæra Fockers-fjölskyldan á nýjan leik, eftir að hafa slegið í gegn í Meet the Parents og Meet the Fockers. Það hefur tekið Greg (Ben Stiller) heil 10 ár að komast í mjúkinn hjá tengdaföður sínum, Jack (Robert De Niro), og nú mun reyna á traustið milli þeirra þegar Jack fer að gruna að Greg sé ekki hæfur sem „maður hússins". Afmæli Fockers-tvíburanna er á næstu grösum og hjálpar ekki endalausar njósnir og leynileg verkefni Jacks. Mun Greg sleppa gegnum lokapróf Jacks og vera samþykktur sem fullgildur fjölskyldumeðlimur, eða verður traustið brotið um ókomna tíð?