Gleymdist lykilorðið ?

Sucker Punch

Frumsýnd: 1.4.2011
Dreifingaraðili: SAMfilm
Tegund: Hasar, Ævintýri, Spenna, Fantasía
Lengd: 1h 49 min
Aldurstakmark: Bönnuð innan 12 ára
|

Lokaðu augunum. Opnaðu hugann. Þú verður óviðbúinn.

Sucker Punch er stórfengleg ævintýrahasarmynd sem sýnir okkur frjótt

ímyndunarafl í huga ungrar stúlku sem er fullkomin flóttaleið frá

dökkum raunveruleika hennar. Óbundin af mörkum tíma og rúms er henni frjálst

að fara þangað sem hugurinn ber hana og öll ótrúlegu ævintýrin má út

mörkin milli ímyndar og raunveruleika.

Henni er haldið fanginni gegn vilja sínum en Babydoll (Emily Browning) hefur ekki

misst viljann til að lifa af. Ákveðin í að berjast fyrir frelsi sínu hvetur

hún fjórar aðrar stúlkur, Rocket (Jena Malone), Blondie (Vanessa Hudgens),

Amber (Jamie Chung) og Sweet Pea (Abbie Cornish) til að leggja á ráðin um að

flýja örlög sín.

Þær þurfa að ákveða í sameiningu hverju þær eru tilbúnar að fórna til að

halda lífi. Með hjálp viturs manns (Scott Glenn) mun þessi ótrúlega ferð gera þær

fjálsar.