Gleymdist lykilorðið ?

Jógi Björn

Yogi Bear, 2010

Frumsýnd: 11.2.2011
Dreifingaraðili: SAMfilm
Tegund: Gaman, Teiknimynd, Fjölskyldumynd
Lengd: 1h 20 min
Aldurstakmark: Leyfð
|

Það eru erfiðir tímar í Jellystone Park. Ferðamönnum hefur fækkað jafnt og þétt og þegar tekjurnar eru ekki orðnar svipur hjá sjón er gráðugi bæjarstjórinn Brown farinn að huga að niðurskurði. Hann kemst að þeirri niðurstöðu að skjótfenginn gróði er best fenginn með því að loka garðinum og selja landið. En þá geta fjölskyldur ekki lengur notið náttúrunnar og það sem verra er, Yogi og Boo Boo missa eina heimilið sem þeir hafa átt. Nú þarf Yogi að sanna að hann sé virkilega klárari en meðalbjörn. Hann og Boo Boo taka höndum saman við sinn gamla erkióvin Smith þjóðgarðsvörð og reyna að finna leið til að bjarga Jellystone Park.