The Green Hornet
Lengd: 1h 30 min
Seth Rogen leikur Britt Reid, í þessari þrívíddar hasar-grínmynd, son stærsta og virtasta fjölmiðlamóguls Los Angeles. Hann er meira en sáttur við að setja alla sína orku í skemmtanalífið þar til faðir hans (Tom Wilkinson) deyr skyndilega við undarlegar aðstæður og erfir Britt að fjölmðlaveldi sínu. Óvæntur vinskapur myndast á milli hans og Kato (Jay Chou), sem reynist vera einn iðnasti og uppfinningasamasti starfsmaður föður hans. Í fyrsta skipti í lífinu sjá þeir tækifæri til að gera eitthvað sem skiptir máli; berjast við glæpi. Til að nálgast glæpamennina smella þeir sér í hið fullkomna dulargervi; þeir þykjast sjálfir vera glæpamenn.
Seth Rogen er vel þekktur úr myndum á borð við Superbad, Knocked Up, Funny People og The 40 Year Old Virgin. Jay Chou er ein stærsta poppstjarna Taiwan og Kína. Christopher Walts sýnir hér enn einn stórleikinn sem illmennið Chudnovsky, en hann sló eftirminnilega í gegn í Inglourious Basterds eftir Quentin Tarantino. Cameron Diaz fer á kostum sem nýji einkaritari Britts. Leikstjóri The Green Hornet er svo enginn annar en Michel Gondry sem er gríðarlega virtur eftir verðlaunamyndir á borð við Eternal Sunshine of the Spotless Mind, Human Nature, Block Party og Be Kind Rewind.