Gleymdist lykilorðið ?

Beastly

Frumsýnd: 18.3.2011
Dreifingaraðili: SAMfilm
Tegund: Hryllingur, Rómantík, Fantasía
Lengd: 1h 30 min
Aldurstakmark: Bönnuð innan 10 ára
|

Beastly er rómantísk unglingamynd sem fjallar um að sjá lengra en falskt yfirborð og uppgötva innri fegurð. Kyle Kingston (Alex Pettyfer) er 17 ára unglingur sem hefur þetta allt, hann er myndarlegur, vinsæll, ríkur og getur fengið allt sem hann vill. En hann hefur líka dökka grimma hlið sem þrífst á áráttu hans fyrir vinsæla liðinu og fyrirlitningu hans á þeim sem eru það ekki. Þessi tilhneiging til að gera grín að og niðurlægja óvinsæla ekkjarfélaga verður til þess að hann býður Goth stelpunni Kendra (Mary- Kate Olsen) á stóran umhverfisviðburð í skólanum. Kendra þiggur boðið og, sjálfum sér trúr, hafnar Kyle henni á mjög harkalegan hátt. Hún hefnir sín grimmilega með því að leggja á hann bölvun sem gerir hann óþekkjanlegan og hræðilega afmyndaðan. Eina leiðin til að aflétta bölvunni er að finna einhverja sem elskar hans nýja útlit, en Kyle telur það ómögulegt.Faðir Kyle býður við útliti hans og sendir hann til Brooklyn með samúðarfullri ráðskonu (LisaGay Hamilton) og blindum kennara (Neil Patrick Harris). Kyle reynir að finna leið til að losna undan bölvuninni og snúa aftur til fyrra lífs. Hann verður vitni að því þegar eiturlyfjaneytandi nokkur myrðir illskeyttan eiturlyfjasala.Kyle grípur tækifærið og lofar eiturlyfja- neytandanum frelsi og vernd gegn því að dóttir hans Lindy (Vanessa Hudgens)komi og búi hjá Kyle í Brooklyn. Er þetta upphafið að ferð hans til sannrar ástar.