Gleymdist lykilorðið ?

Arthur

Frumsýnd: 20.4.2011
Dreifingaraðili: SAMfilm
Tegund: Gaman
Lengd: 1h 50 min
Aldurstakmark: Bönnuð innan 7 ára
|

Hinn óábyrgi sjarmör Arthur Bach (Russell Brand) hefur alltaf treyst á tvennt til að komast af í lífinu, ótrúleg auðævin sín og almenna skynsemi barnfóstru sinnar Hobson (Helen Mirren). Þetta tvennt hefur haldið honum frá vandræðum. En núna er komið að stærstu áskoruninni í lífi hans, að velja á milli þess að ganga í fyrirfram ákveðið hjónaband eða eyða ævinni með einu konunni sem hann hefur nokkurn tímann elskað, Naomi (Greta Gerwig). Eini gallinn er sá að auðævin fylgja hjónabandinu en ekki sönnu ástinni. En með útsjónarsemi og innblæstri frá Naomi og óohefðbundinni aðstoð frá Hobson mun Arthur taka sína mestu áhættu í lífinu og verða loks að manni. Þetta er endurgerð af hinni klassísku og rómantísku gamanmynd Arthur.