Gleymdist lykilorðið ?

Barney's Version

Frumsýnd: 8.4.2011
Dreifingaraðili: SAMfilm
Tegund: Drama
Lengd: 1h 40 min
Aldurstakmark: Bönnuð innan 12 ára
|

Paul Giamatti leikur titilhlutverkið í verðlaunamyndinni Barney‘s Version, en í henni leikur hann Barney Panofsky, sjónvarpsframleiðanda sem hefur komið víða við á ævi sinni. Hefur hann alla tíð verið drykkjusamur, orðljótur, framhleypinn og hrifnæmur í meira lagi. Er hann að rifja upp ævi sína 65 ára að aldri eftir að nýliðnir atburðir hafa neytt hann til að setja alla fortíð sína í samhengi við stað sinn í lífinu.

Hann gifti sig fyrst ungur að árum eftir að hafa barnað kærustuna sína, en það hjónaband entist ekki beint lengi. Nokkrum árum seinna giftir hann sig svo aftur, og þá konu sem hann heldur að sé ástin í lífi hans. Í brúðkaupsveislunni hittir hann hins vegar konuna sem á þann titil skilinn í huga hans og hleypst hann á brott úr eigin brúðkaupi til að elta hana uppi og biðla til hennar.

Hann nær á endanum að heilla hana, og stofnar með henni fjölskyldu og lifir í framhaldinu loks því lífi sem hann dreymdi alltaf um – eða hvað?