Gleymdist lykilorðið ?

Drive Angry

Frumsýnd: 13.5.2011
Dreifingaraðili: SAMfilm
Tegund: Hasar
Lengd: 1h 44 min
Aldurstakmark: Bönnuð innan 16 ára
|

Nicolas Cage leikur Milton, harðsvíraðan glæpamann sem brýst út úr helvíti til þess að koma í veg fyrir að hópur djöfladýrkenda sem myrtu dóttur hans muni fórna ungri dótturdóttur hans á altari djöfulsins. Hann hefur þrjá daga til að koma í veg fyrir að fórnin verði færð en á vegi hans verður fönguleg þjónustustúlka, Piper, sem stelur svarta '71 Challenger tryllitæki fyrrverandi kærasta síns og slæst með í för.

Saman komast þau á slóð hins illa Jonah, foringja djöfladýrkendanna, og freista þess að koma í veg fyrir illar áætlanir hans. Takist Jonah að færa fórnina mun hann verða voldugasti maður jarðar og allt mannkynið mun þjást um alla eilífð. Fyrr en varir er Milton ekki aðeins með lögguna á hælunum heldur einnig útsendara djöfulsins, "Bókarann" (William Fichtner), sem lætur einskis ófreistað við að draga hann aftur til helvítis. Með hverri mínútunni sem líður fjarlægist Milton vonina um að sleppa við vítisvist og allur heimurinn færist nær eilífu svartnætti.

Leikarar: Nicolas Cage