Gleymdist lykilorðið ?

Kung Fu Panda 2

Frumsýnd: 3.6.2011
Dreifingaraðili: SAMfilm
Tegund: Gamanmynd, Ævintýri, Teiknimynd
Lengd: 1h 30 min
Aldurstakmark: Leyfð
|

Po er að upplifa draum sinn sem drekastríðsmaður og vernda Dal Friðarins með vinum sínum og kung fu meisturum, fimm fræknu, Tígru, Trana, Padda, Nöðru og Apa. En frábæra nýja lífinu hans Po er ógnað af ægilegu illmenni sem ætlar að nýta sér gamalt leyndarmál, óstöðvandi vopn til að sigra Kína og uppræta Kung Fu. Það fellur í hlut Po og hinna fimm fræknu að ferðast í gegnum Kína til að standa andspænis ógninni og eyða henni.

En hvernig getur Po stöðvað vopn sem getur upprætt Kung Fu? Hann þarf að líta til fortíðar sinnar og svipta hulunni af dularfullum uppruna sínum, aðeins þá getur hann öðlast þann styrk sem hann þarf til að ná árangri.