Gleymdist lykilorðið ?

Love and Other Drugs

Frumsýnd: 18.3.2011
Dreifingaraðili: SAMfilm
Tegund: Rómantík
Lengd: 1h 30 min
Aldurstakmark: Bönnuð innan 7 ára
|

Stórstjörnurnar Anne Hathaway og Jacke Gyllenhaal leika aðalhlutverkið í Love and Other Drugs, þar sem Gyllenhaal fer með hlutverk Jamie, ungs og orkuríks manns sem nýtur sín engan vegin í starfi sínu í raftækjabúðinni þar sem hann vinnur. Auk þess er hann beinlínis að kafna úr sjarma og er rekinn fyrir að sofa hjá kærustu verslunarstjórans. Eftir það býður Josh (Josh Gad), bróðir Jamies, honum vinnu hjá lyfjafyrirtækinu Pfizer við að selja lyf. Hann fetar sig fljótt og örugglega upp metorðastigann, aðallega með því að beita persónutöfrum sínum óspart á kvenfólk en einnig vegna ný lyfs sem er að koma á markaðinn sem heitir Viagra! Þegar hann hittir Maggie (Hathaway), kynnist hann loks jafnoka sínum. Hún sér umsvifalaust í gegnum hann og eru þau orðin bólfélagar innan hálftíma frá fyrsta stefnumótinu! Smám saman heillast hann meira og meira af henni en brátt fara kvillar hjá þeim báðum og veikindi hennar að setja strik í sambandið.