Gleymdist lykilorðið ?

Bílar 2

Cars 2, 2011

Frumsýnd: 22.7.2011
Dreifingaraðili: SAMfilm
Tegund: Gaman, Ævintýri, Teiknimynd, Fjölskyldumynd
Lengd: 1h 53 min
Aldurstakmark: Leyfð
|

Stjörnukeppnisbíllinn Leiftur McQueen (rödd Owen Wilson) og hinn óborganlegi trukkur Mikki (rödd Larry Kapalgaurs) ferðast til nýrra og spennandi staða til að keppa í fyrstu Heimsmeistarakeppninni um hver er hraðskreiðasti bíllinn í heiminum. En leiðin að titlinum er þyrnum stráð og full af óvæntum uppákomum. Mikki lendir sjálfur í miklum ævintýrum, þar sem hann rekst meðal annars á alþjóðlega njósnara. Það togast á í honum að hjálpa Leiftri í stóru keppninni og aðstoða breskan súperspæjara í sendiför, Finn McMissile (rödd Michael Caine) og hina heillandi Holley Shiftwell (rödd Emily Mortimer) en hún njósnari í þjálfun.

Heimsbyggðin og vinir fylgjast spennt með æsilegum eltingaleik hans um Japan og Evrópu. Nýir og litríkir bílar koma við sögu, illgjarnir óþokkar og alþjóðlegir keppinautar.