Gleymdist lykilorðið ?

Something Borrowed

Frumsýnd: 6.5.2011
Dreifingaraðili: SAMfilm
Tegund: Gaman, Drama, Rómantík
Lengd: 1h 53 min
Aldurstakmark: Leyfð
|

Rachel (Ginnifer Goodwin) er mjög hrifin af Dex (Colin Egglesfield).

Henni finnst þau passa mjög vel saman og eiga margt sameiginlegt en hún á erfitt með að tjá honum tilfinningar sínar. Sama á ekki við um vinkonu hennar Darcy (Kate Hudson). Hún hvetur Dex til að bjóða Rachel út en einhvern veginn æxlast það þannig að Dex býður Darcy út. Eitt leiðir af öðru og fyrr en varir eru þau orðin par. Tíminn líður og það styttist í brúðkaup Darcy og Dex. Brúðkaupsundirbúningurinn og nálægð Dex fer illa í Rachel og á þrítugsafmælinu dettur hún í það og endar í rúminu með Dex.

Rachel, sem aldrei hefur fundið ástina, á nú í mikilli sálrænni baráttu.

Hvort er mikilvægara, ástin sem hún getur ekki gleymt eða vinskapurinn við bestu vinkonuna?