Gleymdist lykilorðið ?

Priest

Frumsýnd: 17.5.2011
Dreifingaraðili: Max Dreifing
Tegund: Hasar
Lengd: 1h 30 min
Aldurstakmark: Bönnuð innan 16 ára
|

PRIEST er hörku hasarmynd sem gerist í hliðstæðri veröld; heimi þar sem aldalangt stríð milli manna og vampría hefur lagt svo til allt í rúst. Sagan snýst um goðsagnakenndan stríðsprest (Paul Bettany) sem vann mikla sigra í síðasta vampírustríði en býr nú óþekktur meðal annarra kúgaðra manna í afgirtri og niðurníddri borg undir stjórn kirkjunnar.

Þegar frænku hans (Lily Collins) er rænt af morðóðum vampíruhópi, brýtur hann sín heilögu heiti og hefur þráhyggjufulla leit til að finna hana áður en þær gera hana að vampíru. Kærasti frænkunnar (Can Gigandet), byssuglaður fógeti frá sléttunum, slæst í hópinn ásamt fyrrum kvenstríðspresti (Maggie Q) sem býr yfir framandi bardagahæfileikum.

Þau þrjú snúa bökum saman í krossferð gegn nýrri vampíruógn sem kirkjan hefur ekki trú á að sé til staðar.