Gleymdist lykilorðið ?

Super 8

Frumsýnd: 15.6.2011
Dreifingaraðili: SAMfilm
Tegund: Hasar
Lengd: 1h 50 min
Aldurstakmark: Bönnuð innan 12 ára
|

Super 8 gerist í smábæ í Ohio árið 1979. Nokkrir krakkar eru að taka upp mynd á super 8 myndavél þegar þeir verða vitni að lestarslysi þegar pallbíll ekur í veg fyrir flutningalest. Krakkarnir sjá eitthvað mjög undarlegt yfirgefa flakið strax eftir slysið. Herinn er mjög fljótur á vettvang og enginn vill gefa upp hvað lestin var að flytja. Fljótlega láta allir hundar bæjarins sig hverfa. Fólk byrjar einnig að hverfa og fleiri undarlegir atburðir fara að gerast. Lögreglumaður bæjarins er ráðþrota en krakkarnir sem urðu vitni að slysinu ákveða að rannsaka það upp á eigin spýtur. Þau uppgötva hluti sem eru skelfilegir en jafnframt stórkostlegir. En það er bara upphafið...