Gleymdist lykilorðið ?

Mr. Popper's Penguins

Frumsýnd: 22.6.2011
Dreifingaraðili: Max Dreifing
Tegund: Gaman, Fjölskyldumynd
Lengd: 1h 35 min
Aldurstakmark: Leyfð
|

Frá leikstjóra Freaky Friday og Mean Girls kemur hin frábæra gaman- og fjölskyldumynd Mr. POPPERS PENGUINS. Líf kaupsýslumannsins Tom Poppers (Jim Carrey) fer á hvolf þegar hann fær óvænt sex mörgæsir að gjöf frá föður sínum sem er nýlátinn. Í kjölfarið þá breytist líf hans. Heimili hans verður að hálfgerðum vetrargarði fyrir mörgæsirnar og vinnan fer út um gluggann. Hann var fráskilinn tveggja barna helgarpabbi en með tilkomu mörgæsanna breytist einkalíf hans til hins betra sérstaklega hvað börnin hans varðar. Þetta er tilvalin gamanmynd fyrir alla þá sem hafa haft það sem draum að eignast mörgæs sem gæludýr sem og aðrar sem vilja skemmta sér vel yfir frábærum fjölskyldusumarsmelli með Jim Carrey í fantaformi.