Gleymdist lykilorðið ?

Cowboys and Aliens

Frumsýnd: 10.8.2011
Dreifingaraðili: SAMfilm
Tegund: Hasar, Vísindaskáldskapur, Ævintýri
Lengd: 1h 58 min
Aldurstakmark: Bönnuð innan 14 ára
|

Frá Steven Spielberg og Ron Howard kemur COWBOYS & ALIENS. Geimskip birtist í Arizona í Bandaríkjunum árið 1873 í þeim tilgangi að taka yfir jörðina. Eina sem stendur í þeirra vegi eru kúrekar vestursins. Þegar minnislaus aðkomumaður snýr til smábæjar verður hann miðdepill athyglar bæjarbúa. Aðkomumaðurinn hefur enga hugmynd um fjarveru sína en hann vaknar með dularfullan hlut á hendinni. Ókunnugir eru ekki velkomnir í þessum litla bæ og lifa bæjarbúar í ótta við ofurstan Dolarhyde (Harrison Ford). Þegar aðkomumaðurinn er hnepptur í varðhald af Dolarhyde verður bærinn fyrir skynilegri árás geimvera og er aðkomumaðurinn þeirra eina von um björgun. Því aðskotahluturinn á hendi hans er eina vopnið sem dugar gegn innrás þeirra. Hægt og bítandi byrjar hann að fá minnið aftur og með hjálp hinnar lævísu Ellu (Olivia Wilde) og bæjarbúa stofna þau til varnarliðs með hjálp hinna ólíklegustu aðila. Á þessum erfiðu tímum þurfa menn að leggja ágrenning sinn til hliðar og hjálpast að við að yfirbuga þessa framandi óvini. Cowboys & Aliens er leikstýrð af Jon Favreau (Iron Man) og skrifuð af þeim sömu og skrifuðu Star Trek og Transformers.