Gleymdist lykilorðið ?

Rise of the Planet of the Apes

Frumsýnd: 3.8.2011
Dreifingaraðili: Max Dreifing
Tegund: Hasar, Ævintýri
Lengd: 1h 50 min
Aldurstakmark: Bönnuð innan 12 ára
|

Vísindamaður (James Franco) kannar genabreytingar í von um að finna lækningu á Alzheimer. Þegar hann gefur simpansa að nafni Sesar (Andy Serkins) tilraunameðferð af lyfi, verður hann ofurgáfaður og einstaklega hættulegur. Sesar er ósáttur með framkomu mannsins gagnvart apakyninu og ætlar sér að frelsa bræður sína úr prísund mannsins. Er það upphafið á stríði manna og apa sem seinna meir mun gjöreyða mannkyninu. Þróun sem verður að byltingu. Óhugsandi var að gera svona tæknilega erfiða mynd fram að Avatar. Sú tækni sem fundin var upp við gerð Avatar gerði kvikmyndagerðamönnum á þessari mynd kleift að gera þá mynd sem hugmyndir þeirra og væntingar stóðu til. Og var það WETA, hið magnaða brellufyrirtæki og sá m.a. annars um tæknibrellurinar fyrir Avatar, sem sá um tæknibrellurnar í þessari mynd . Sjón er sögu ríkari.