Gleymdist lykilorðið ?

Bad Teacher

Frumsýnd: 9.8.2011
Dreifingaraðili: SAMfilm
Tegund: Gamanmynd
Lengd: 1h 32 min
Aldurstakmark: Bönnuð innan 14 ára
|

Sumum kennurum er bara skítsama. Elizabeth (Cameron Diaz) er orðljót, miskunnarlaus og endalaust óviðeigandi. Hún drekkur, henni finnst gaman að fara í vímu og hún getur ekki beðið eftir að giftast happafengnum sínum svo hún geti hætt að vinna fyrir fullt og allt.

Þegar kærastinn sparkar henni óvænt mótar hún nýja hernaðaráætlun; að táldraga ríkan og myndarlegan forfallakennara (Justin Timberlake) sem er nýbyrjaður í skólanum. En hún fær samkeppni frá allt of orkumiklum kollega sínum, Amy (Lucy Punch). og þarf á sama tíma að verjast umleitunum frá kaldhæðnum leikfimikennara sem henni líst ekkert á.

Áður en yfir lýkur hefur villt og svívirðileg hegðun hennar kennt nemendum hennar, kollegum og meira að segja henni sjálfri, ógleymanlega lexíu.