Gleymdist lykilorðið ?

One Day

Frumsýnd: 17.8.2011
Dreifingaraðili: Sena
Tegund: Rómantík
Lengd: 1h 48 min
Aldurstakmark: Leyfð
|

ONE DAY er leikstýrt af Lone Scherfic, en hún sló í rækilega í gegn með hinni margverðlaunuðu kvikmynd An Education, sem hlaut meðal annars tilnefningu til Óskarsverðlauna sem besta mynd ársins árið 2010. Myndin er byggð á samnefndri metsölubók sem hefur selst eins og heitar lummur út um allan heim, þ.á.m. á Íslandi og það er sjálfur David Nicholls, höfundur bókarinnar, sem skrifar handritið að myndinni.

Eftir að hafa eydd einum degi saman, útskriftardeginum sínum úr Háskóla, 15. júlí 1988, verða Emma Morley (Óskarsverðlaunaleikkonan Anne Hathaway) og Dexter Mayhew (Jim Sturgess úr Across the Universe) ævilangir vinir. Hún kemur af verkafólki og dreymir um að gera heiminn að betri stað. Hann kemur af efnafólki og dreymir um að gera heiminn að sínum persónulega leikvelli.

Næstu tvo áratugi lítum við inn til þeirra 15. júlí á hverju ári og sjáum hvernig samband þeirra þróast. Saman og sundur, sjáum við líf Dex og Em æða áfram í gegnum þeirra vinskap og ósætti, vonir og glötuð tækifæri, grátur og hlátur.

Einhvers staðar á þessu ferðlagi uppgötva þessar tvær manenskjur að það sem þær voru að leita að hefur verið beint fyrir framan augun á þeim allan tíman. Þegar allur sannleikurinn á bak við þennan eina dag árið 1988 verður ljós, sættast þau við eðli ástarinnar og lífsins.

Leikarar: Anne Hathaway