Gleymdist lykilorðið ?

30 Minutes or Less

Frumsýnd: 20.9.2011
Dreifingaraðili: Sena
Tegund: Gamanmynd
Lengd: 1h 23 min
Aldurstakmark: Bönnuð innan 14 ára
|

Jesse Eisenberg úr Social Network fer á kostum í skemmtilegustu grín-hasarmynd ársins, sem pizzusendillinn Nick, sem er við það að deyja úr leiðindum í litlum og leiðinlegum smábæ. Það hitnar í kolunum þegar hann rekst á tvo menn (Danny BcBride úr Pineapple Express og Nick Swardson úr Just Go With It) sem eiga sér þann draum heitastan að verða stórtækir stórglæpamenn. Þeir ræna Nick og festa tímasprengju á hann - með loforði um að hann verði sprengdur í tætlur, nema hann ræni banka fyrir þá.

Nick hefur aðeins nokkra klukkutíma til að framkvæma þetta ómögulega verkefni og fær til liðs við sig sinn fyrrverandi besta vin, Chet (Aziz Ansari úr Parks and Recreation). Klukkan tifar og á meðan þurfa vinirnir lánlausu að kljást við lögregluna, leigumorðingja, eldgleypi og sitt eigið laskaða vinasamband.