Gleymdist lykilorðið ?

Trespass

Frumsýnd: 2.12.2011
Dreifingaraðili: Myndform
Tegund: Hasar, Spenna
Lengd: 1h 31 min
Aldurstakmark: Bönnuð innan 14 ára
|

Óskarsverðlaunahafarnir Nicolas Cage og Nicole Kidman leika aðalhlutverkin íþessari spennandi kvikmynd frá leikstjóranum góðkunna Joel Schumaker. Kyle Miller (Cage) og Sarah (Kidman) virðast hafa allt til alls: þau eiga stórglæsilega og einangraða glæsivillu með öllum nútímaþægindum, og ástríka en uppreisnargjarna táningsdóttur, Avery (Liana Liberato). Kyle er farsæll demantasali, og Sarah er arkítekt og hönnuður húss þeirra hjóna, sem er sannkallað virki úr steinsteypu, gleri og táli, og umkringt af fallegum og þykkum skógi. En þrátt fyrir miklar öryggisráðstafanir tekst bíræfnum glæpamönnum að brjóta sér leið inn í húsið og hóta Kyle og jölskyldu hans öllu illu láti hann ekki auðæfi sín af hendi. Upp úr því hefst spennandiatburðarás full af svikum og klækjum, og Kyle þarf að beita allri sinni sölumennsku og viðskiptaviti vilji hann halda sér og fjölskyldu sinni á lífi.

Leikstjóri: Joel Schumacher