Gleymdist lykilorðið ?

Immortals 3D

Frumsýnd: 18.11.2011
Dreifingaraðili: -
Tegund: Drama
Lengd: 1h 50 min
Aldurstakmark: Bönnuð innan 16 ára
|

Hinn mikill kappi Þeseifur, mesta hetja Aþenu, dauðlegur maður, er valin af Seifi, æðsta guð Grikkja til að berjast gegn hinum grimma konungi Hýperíon, syni Úranusar og Gaiu, faðir Helíosar sem í ofsafegnu æði fer um allt Grikkland til finna vopn sem mun eyða öllu mannkyni.

Þúsundir ára eftir að Guðirnir (Ólympusgoðin) unnu hið goðsagnakennda stríð gegnum Risunum sem eitt sinn réðu heiminum, er komin ný hætta sem ógnar mannheimum. Gegnsýrður og geðveikur af valdafíkn, Hýperíon konungur (leikin af Mickey Rourke) hefur lýst yfir stríði á hendur mannkyninu. Hann hefur safnað saman blóðþyrstum hermönnum, afmynduðum af eigin geðþótta og gereytt Grikklandi í leit sinni að goðsagnakenndum boga sem kenndur er við hið forna ríki Epirus, vopn með óhugsanlegum miklum mætti smíðað á himnum af herguð Grikkja Ares.

Aðeins sá sem hefur bogann á sínu valdi getur vakið upp Risana, sem haldið hefur verið föngum djúpt í iðrum fjallsins Tartaros alveg frá upphafi tíma og þyrstir núna í grimmilega hefnd! Í höndum valdasjúks konungs myndi boginn gereyða mannkyninu og tortíma Guðunum! En ævaforn lög skipa svo fyrir um að Guðirnir megi ekki skipta sér af baráttu manna. Þeir geta því ekki hjálpað til við að stoppa Hýperíon... þangað til að smábóndi nokkur að nafni Þeseifur (leikin af Henry Cavill), stígur fram sem þeirra eina von. Valin í laumi af sjálfum Seif, æðsta guð Grikkja, Þeseifur verður að bjarga fólkinu sínu frá Hýperíon konungi og hans illu meðreiðarsveinum! Missið ekki af þessari mögnuðu epísku stórmynd í anda 300 í stórkostlegri þrívídd (3-D) aðeins í bíó!