Gleymdist lykilorðið ?

Jack and Jill

Frumsýnd: 25.11.2011
Dreifingaraðili: Max Dreifing
Tegund: Gaman
Lengd: 1h 31 min
Aldurstakmark: Leyfð
|

Adam Sandler leikur aðahlutverkin í Jack and Jill, nýju grínmyndinni frá Happy Madison teyminu (Just Go With It, Grown Ups). Jack lifir svo til fullkomnu lífi; farsæll auglýsingamaður sem hefur það gott í Los Angeles ásamt gullfallegri eiginkonu sinni (Katie Holmes) og börnum.

En það er eitt vandamál; Jill, tvíburasystir Jack, sem gerir hann geðveikan einu sinni á ári, þegar hún kemur í heimsókn yfir hátíðirnar. Jill er afskaplega yfirþyrmandi persónuleiki og er ekki lengi að setja allt á hvolf. Helgarheimsóknin fer að teygja sig í mánuð og systkinin rífast, stríða og þrasa eins og tvíburum er einum lagi. Þegar það kemur í ljós að Jill ætlar sér ekkert að snúa heim aftur ákveður Jack að leggja á ráðin og hætta ekki fyrr en hún er kominn á þann stað þar sem hann elskar hana mest - hinum megin á landinu.

Hinn eini sanni Al Pacino sýnir magnaða gríntakta í kostulegu aukahlutverki.

Leikstjóri: Dennis Dugan