Gleymdist lykilorðið ?

The Sitter

Frumsýnd: 30.12.2011
Dreifingaraðili: Sena
Tegund: Gamanmynd
Lengd: 1h 21 min
Aldurstakmark: Bönnuð innan 14 ára
|

The Sitter er léttgeggjuð grínmynd um hundlatan auðnuleysingja sem býr hjá mömmu sinni og talar ekki við pabba sinn sem er farinn frá þeim. Hann ákveður að taka að sér að gæta þriggja spilltra krakka til að mamma hans komist á stefnumót og fer það gjörsamlega úr böndunum!

Noah Griffith (Jonah Hill) er gjörsamlega metnaðarlaus menntaskólanemi sem vill helst ekki gera neitt annað en að sitja og horfa á sjónvarpið. Mamma hans hefur eðlilega áhyggjur af drengnum en hefur lítið orðið ágengt við að fá hann til að gera eitthvað. Svo fer þó að henni tekst að fá hann til að gæta þriggja krakka eitt kvöldið svo hún komist á stefnumót. Noah heldur að það eina sem hann þurfi að gera sé að sitja í sófanum heima hjá þeim og horfa á sjónvarpið en hann á eftir að komast að því að það er langt frá sannleikanum og áður en hann veit af er hann búinn að flækja sér í alveg ótrúlega heimskulegar og hættulegar aðstæður með börnin í eftirdragi... Missið ekki af fyndnustu mynd ársins um verstu barnapíu allra tíma...