Gleymdist lykilorðið ?

This means war

Frumsýnd: 17.2.2012
Dreifingaraðili: Sena
Tegund: Gamanmynd
Lengd: 1h 38 min
Aldurstakmark: Bönnuð innan 14 ára
|

This Means War er hröð og skemmtileg grínhasarmynd um tvo leyniþjónustumenn sem beita öllum brögðum til að klekkja hvor á öðrum þegar þeir verða ástfangnir upp fyrir haus af sömu konunni á sama tíma!

Það eru þau Chris Pine (Star Trek), Tom Hardy (Inception, Warrior) og Reese Witherspoon sem fara með aðalhlutverkin í þessari nýjustu mynd leikstjórans McG, en hann gerði m.a. Terminator Salvation og Charlie´s Angels-myndirnar.

Lauren er ung og falleg kona sem ákveður að láta reyna á hvort hún geti fundið sér mann í gegnum Netið. Hún vei hins vegar ekki í hvað hún er búin að koma sér í þegar hún tekur upp samband við tvo menn í einu sem eru ekki bara góðir vinir heldur vinna saman og eru þrautþjálfaðir leyniþjónustumenn sem kunna allt sem slíkir menn þurfa að kunna.

Þegar félagarnir uppgötva að þeir eru að eltast við sömu konuna er óhætt að segja að þeir svífist einskis til að hafa betur og allt fer í háaloft...