Gleymdist lykilorðið ?

Haywire

Frumsýnd: 23.2.2012
Dreifingaraðili: Sena
Tegund: Hasar
Lengd: 1h 33 min
Aldurstakmark: Bönnuð innan 16 ára
|

Haywire eftir leikstjórann fræga Steven Soderbergh (Ocean´s Eleven) er njósna- og spennutryllir af bestu gerð með hinni mögnuðu Ginu Carano (fyrrum meistari í blönduðum bardagalistum MMA) í aðalhlutverki ásamt þeim Ewan McGregor, Michael Douglas, Antonio Banderas, Bill Paxton, Channing Tatum og Michael Fassbender í öðrum stórum hlutverkum.

Myndin segir frá málaliðanum Mallroy Kane (Gina Carano) sem vinnur að verkefnum sem yfirvöld vilja láta framkvæma en geta ekki heimilað og loka þess í stað augunum fyrir. Eftir mikilvægt verkefni í Barcelona er Mallory send til Dublin en kemst von bráðar að því að hún hefur verið svikin. Nú þarf hún að bjarga lífi sínu, koma sér til Bandaríkjanna, tryggja öryggi fjölskyldu sinnar og elta síðan uppi þá sem sviku hana og fá þá til að segja sannleikann.