Gleymdist lykilorðið ?

Titanic Ótextuð

Titanic 3D, 2012

Frumsýnd: 6.4.2012
Dreifingaraðili: Max Dreifing
Tegund: Drama, Ævintýri
Lengd: 3h 14 min
Aldurstakmark: Leyfð
|

Athugið að myndin er ótextuð!

Óhætt er að segja að kvikmyndin Titanic hafi sigrað heiminn þegar hún var frumsýnd fyrir jólin 1997, en hún sló í kjölfarið öll aðsóknarmet og hlaut flest þau verðlaun sem hægt var að vinna, þar á meðal 11 Óskarsverðlaun af þeim fjórtán sem hún var tilnefnd til sem er metjöfnun. Núna um páskana verður þrívíddarútgáfa myndarinnar frumsýnd um allan heim og er ekki að efa að eldri aðdáendur munu taka henni fagnandi auk þess sem ný kynslóð kvikmyndaáhugafólks fær nú tækifæri til að sjá þetta stórvirki í bestu mögulegu mynd-og hljóðgæðum.

Myndin byggir á þeim atburðum þegar Titanic, farþegaskipið íburðarmikla sem átti að vera ósökkvandi, sökk nú samt í sinni fyrstu ferð yfir Atlantshafið eftir að hafa rekist á ísjaka sem reif stór göt í skipsskrokkinn. Við kynnumst hér hinum unga Jack Dawson (Leonardo DiCaprio) sem tekst að verða sér úti um far á þriðja farrými skipsins. Um borð kynnist hann Rose DeWitt Bukater (Kate Winslet) sem er á leið til Bandaríkjanna þar sem hún á að giftast hinum snobbaða Caldeon Hockley (Billy Zane), en á því hefur hún takmarkaðan áhuga. Svo fer að þau Jack og Rose fella hugi saman áður en örlögin taka í taumana ... Missið ekki af þessari stórbrotnu tímamótamynd eftir meistara James Cameron...

Leikstjóri: James Cameron